Jólaklippingin komin

Ég fór í klippingu áðan með Ölmu og Elínu. Þær voru klipptar og ég fékk klippingu og lit. Þegar kom að því að borga fékk ég nett sjokk!!! Ég fer yfirleitt ekki nema 3x á ári í yfirhalningu og það dugar því  hárið á mér vex mjög hægt. Ég man hinsvegar að þegar ég fór fyrir jólin í fyrra með jafnmarga hausa í klippingu kostaði það tæpar 12.000 (mig minnir meira að segja að ég hafi keypt sjampó og næringu  þá líka sem ég gerði ekki núna). Núna borgaði ég rúmar 16.000!!!!! Ég efast reyndar ekki um að ef ég hefði farið í Reykjavík hefði þetta kostað miklu meira en komm on... strípur og klipping í einn millisíddarhaus á 11.000 finnst mér nú bara nokkuð mikið!!! og það í miðri kreppu.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Eva Þórhallsdóttir

vá ég er nú bara í nettu sjokki að lesa hjá þér um klippinguna. Já bjórinn og pizzan var nú bara hrein snilld. Takk takk góða skemmtun um næstu helgi í borginni.

kveðja!þorgerður

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 3.12.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband