28.11.2008 | 21:09
Fáránlega mikið að gera þessa dagana
Í gær var bekkjarskemmtun hjá Ölmu og það var frekar hávaðasöm samkoma. Börnin höfðu þó gaman af þessu og það er fyrir mestu. Það var verið að spila og borða nammi og ég held að allir hafi skemmt sér ákaflega vel. Í morgun var friðarganga í skólanum og á eftir var kakó og piparkökur. Ég var svo komin út í Tjarnarbæ (félagsheimilii hestamannaa úti við reiðhöllina) ásamt skemmtinefndinni (kölluð Klessan þó ég hafi aldrei alveg skilið hvernig það kom til....). Við vorum að raða borðum, klippa til dúka, leggja á borð og setja upp seríur og skraut ásamt fleiru slíku. Ekki nóg með það heldur þurfti ég svo að mæta úti í Skagfirðingabúð og hafa umsjón með kökubasar sem 7. bekkur var með. Ég get líka sagt ykkur að þegar ég kom heim opnaði ég bjórdós og pantaði pizzu!!!! Ég var alveg búin á því en Þorgerður kom í heimsókn og hressti mig við.
Á morgun er svo jólaskemmtun starfsfólks Árskóla og á sunnudaginn þarf ég bæði að ganga frá í salnum og hitta samkennara minn í vinnunni. Á mánudaginn ætla ég að slaka á því á þriðjudaginn þarf ég í klippingu, á miðvikudag að láta laga gelluneglurnar og um kvöldið í saumó og á fimmtudag er ég með vinahóp fyrir Ölmu Kareni. Á föstudaginn förum við suður og þurfum að búðast og ég fer einnig að hitta ritstjórann í bókinni hjá mér. Við Dóra ætlum svo að djamma ærlega um kvöldið. Á laugardaginn fer ég með saumaklúbbnum í Bláa lónið og á Madonna showið með vinnunni hjá Sigga um kvöldið. Við gistum á hótel Íslandi alla helgina. Á sunnudeginum er svo skírnarveisla hjá dóttur hans Sigga og svo er kominn tími til að keyra heim. Þið sjáið því að það er frekar mikið að gera hjá mér á næstunni enda er ég farin að hlakka til að komast í jólafrí.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er svo gott að hafa nóg að gera, manni leiðist ekki á meðan.... hafið það svo rosa gott.... knús úr kef
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:01
Je je já sé að það er bara brjálað að gera hjá þér vina :)........ Ég ætla ekki að hreyfa mig ´úr Húnaþimgi í Des,,,,,,,,,,,,
Veit að það verður hörkuskemmtileg heit með Vörumiðlun jólahlaðborði hjá ykkur :) enda þegar fólk þekkist,,,,,,,,, ég td þekki engan þarna jú nema þig he he he, þó að ég þekki þig ekki.......... Vonandi eigið þið góða skemmtun framundan, sem að ég efast ekkert um. Knús á þig og farðu varlega :)
Erna Friðriksdóttir, 1.12.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.