Ýmislegt

Í dag eru 14 ár síðan mamma dó og þann dag reyni ég að hugsa til hennar og minnast hennar á minn hátt.  Núna hef ég að vísu ekki mikinn tíma þar sem það er brjálað að gera hjá mér þessa dagana. Ég ætla samt að kveikja á kerti fyrir hana í kvöld og segja nöfnu hennar, Ölmu Kareni dóttur minni einhverjar sögur af ömmu sinni.

Þar næstu helgi erum við að koma suður til að fara á árshátíð hjá Vörumiðlun. Hún er haldin á Hótel Íslandi og á að sameina hana jólahlaðborði í þetta sinn. Við förum því á hótel í tvær nætur og sjáum Madonna showið og fáum jólahlaðborð. Ég hlakka mikið til en það er reyndar marg annað sem við ætlum að gera þessa helgi sem er tilhlökkunarefni. Sem dæmi má nefna búðarráp..... (alltaf gaman að því), Bláa lóns ferð með saumaklúbbnum í bænum og skírnarveisla á sunnudeginum. Eiginmaðurinn á orðið 5 barnabörn og það á að skíra það yngsta 7. desember. Börnin eru 8,7,4,1 og nýfætt. Kynin skiptast einnig nokkuð jafnt, 3 strákar og 2 stelpur.

Jólaundirbúningur er hafin því ég bakaði 2 sortir um helginga og gerði jólaísinn. Siggi setti upp tvær seríur.... ja eða öllu heldur stakk þeim í samband... því hann hafði ekki nennt að taka þær niður í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Innilegar kveðjur til þín kæra vina. Mér finnst alveg ótrúlegt að það skulu vera orðin 14 ár síðan ég fékk símtalið frá þér varðandi móður þína! Blessuð sé minning hennar.

Bestu kveðjur héðan úr Danmörkinni

Jac

Jac Norðquist, 26.11.2008 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband