Siggi á afmæli og Alma fékk mikið hrós frá kennaranum sínum

Í gær bökuðum við  Alma tröllasúkkulaðiköku fyrir Sigga til að taka með sér í vinnuna fyrir vinnufélagana. Ég gerði þrefalda súkkulaðikökuuppskrift og setti extra súkkulaði svo þetta hefur verið mjög karlvæn kaka. Ég setti líka smá deig í form sem Alma átti og krem á það svo að við pæjurnar fáum kökusneið í dag þegar við komum heim. Í morgun skreið Alma uppí  með afmælisgjöf handa pabba sínum og söng fyrir hann afmælissönginn. Við drifum okkur svo af stað en pabbi gat sofið áfram í klukkustund í viðbót. Ég var í foreldraviðtölum í dag og blessuð  börnin eru auðvitað að mestu leyti alveg frábær svo mér finnst þetta alltaf skemmtilegur dagur. Það er gaman að hitta foreldrana og börnin og ræða skólastarfið. Mest hlakkaði ég þó til í dag að fara í fyrsta foreldraviðtalið hjá Ölmu. Sem  betur fer komst Siggi með og við mættum aðeins fyrr til að fá okkur vöfflu með súkkulaði og þeyttum rjóma. Alma var búin að bíða síðan í morgun með að fá vöfflu eins og allir hinir!!!! Kennarinn hennar hrósaði henni alveg upp í hástert og sagði að hún væri stillt og prúð, dugleg að læra og héldi vel áfram, truflaði ekki aðra og ætti góð samskipti við kennara, starfsfólk og aðra nemendur. Hún fór í teiknikönnun hjá sérkennaranum um daginn (eins og allir hinir) og kom mjög út úr því. Átti auðvelt með að fylgja fyrirmælum og var með góðan hugtakaskilning. Við urðum auðvitað ofsalega stolt af því að eiga svona duglega stelpu.

Annars fékk ég ótrúlega gott tilboð á leiðinni út sem er eiginlega varla hægt að hafna.... ég rakst á Þorgerði og hún bauð mér nudd í kvöld.... held bara að ég skelli mér. Ekki amaleg leið til að enda daginn!!!!! Svo næstu daga verð ég með tvo kennaranema í áheyrn sem fylgjast með mér og fá svo eitthvað að spreyta sig sjálfir. Það er alltaf gaman að fá kennaranema og sérstaklega þegar þeir eru sjálfir að kenna og maður fylgist bara með og hjálpar þeim áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband