6.11.2008 | 10:45
Prjónakaffi í gær
Við erum svo myndarlegar í vinnunni að við ákváðum að stofna "saumaklúbb"!!! Ja eða við köllum það prjónakaffi. Við hittumst hálfsmánaðarlega að kvöldi til í vinnunni og eru leyfð frjáls framlög til veitinga en enginn þarf að koma með eitthvað. Við þurfum því ekki að taka húsið í gegn heima hjá okkur eða standa í bakstri fram á nótt þó við hittum nokkrar konur og eigum notalega kvöldstund saman. Það er skemmtilegt að komast aðeins út og hitta fólk án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því. Við förum bara í búðina og kaupum eitthvað þar en enginn er eitthvað að stressa sig á að hafa flottari, betri og frumlegri rétti en sú síðasta. Svo þarf maður ekki að þrífa áður eða á eftir því við setjum dótið bara í uppþvottavél og hjálpumst að við að ganga frá eftir okkur. Við erum búnar að hittast tvisvar og í annað sinn komu 11 en í gær vorum við 12. Það eru allir mjög hrifnir af þessu framtaki og nokkrir fleiri sem hafa áhuga á að vera með en hafa ekki enn komist. Það er nú eitt sem er gott við að hittast í vinnunni að þar er betra sófapláss en í venjulegum stofum svo allir hafa nægt rými. Það er pottþétt að ég mun halda áfram að mæta..... Go girls.....!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.