3.11.2008 | 08:24
Mamma Mía
Ég fór í bíó í gær sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel í bíó!!!! Ég bauð Ölmu og Elínu á Mamma Mía og fyrir aftan mig sat Sigga Sóley og fjölskylda. Það mátti heyra píkuskrækina í okkur Siggu á svipuðum tímum og maður dillaði sér, raulaði með og gjörsamlega fílaði sig í tætlur. Þetta er "Grease" ungu kynslóðarinnar. Það er pottþétt. Alveg eins og ég og mínar vinkonur gátum horft á þá mynd aftur og aftur þá held ég að nú sé komin myndin sem leysir hana af. Ég ætla pottþétt að kaupa myndina þegar hún verður gefin út og ef þið eruð ekki búin að sjá hana mæli ég með því að þið gerið það sem fyrst. Ekki bara er tónlistin frábær heldur er mikið af sprenghlægilegum atriðum í myndinni og bara það að sjá Pierce Brosnan í þessu hlutverki er ákaflega fyndið eitt og sér!!!! Ég hló a.m.k. mikið og var að glotta með sjálfri mér í allt gærkvöld eftir að ég var komin heim. Allir í bíó............
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mammamía tröllrídur heiminum í dag...Gat tví midur ekki sed myndina tegar hún var sýnd í mínum bæ en veit ad barnabarnid mitt á myndina og heimbíó og ég á leid til íslands
Hlakka til ad sjá hana.
kvedja úr Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 4.11.2008 kl. 08:14
Hæ.
Hún verður keypt á mínu heimili Sigrún syngur þessi lög næstum því allan daginn. Myndin var bara snilld.
kveðja Þorgerður
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 4.11.2008 kl. 10:58
Innlitskvitt :) ENNN það er ekkert Bíó hér :( en trúi að þessi mynd sé góð. Nota næsta tækifæri er ég kemst nálægt Bíó að kíkja á myndina, hmmmm hvenær sem það verður . bestu Kv
Erna Friðriksdóttir, 4.11.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.