29.10.2008 | 13:44
Snjór í Grænuklauf
Vá hvað það er fallegt veður núna. Maður horfir út um gluggann á hvítu fjöllin og bláan himininn í froststillunni og ég get ekki beðið eftir að sleppa úr vinnunni. Á miðvikudögum hætti ég kl. 14 því ég þarf að skutla Ölmu á söngæfingu kl. 14. Ég samdi því við skólastjórann um að klára vinnuna heima þann daginn. Núna ætla ég að gera það í kvöld en drífa mig þess í stað út í snjóinn með Ölmu að leika okkur. Við ætlum að fara í Grænuklauf sem er flott brekka hér á Króknum og renna okkur. Hún á stýrissleða og ég á rassaþotu. Það er svaka púl að renna sér á þeim og ég þarf því ekki í ræktina í dag!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Lýsingin á umhverfinu og vedrinu er voda yndisleg. Góda ferd í Grænuklauf og faridi varlega á sledunum.
Kvedja úr sólinni í Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 29.10.2008 kl. 13:56
Er búin ad skoda myndbandid ...tad er gott ad hafa rrrid á hreinu.Dugleg stelpan tín.
kvedja
Gudrún Hauksdótttir, 29.10.2008 kl. 13:59
Er komin mikill snjórá krók, allar brekkur orðnar fullar af snjó fyrir börnin að renna sér á sleðum ??? Það er eins hér :( en spáð hlýnandi um helgina og vona að allur snjór bara fari, þá verð ég sæmilega glöð. Takk fyrir kvittið. Ertu Grunnskólakennari ?
Erna Friðriksdóttir, 29.10.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.