Pétur Pan og snjóævintýri

Um helgina var hálfgert óveður en svoleiðis veður eru í miklu uppáhaldi hjá mér ef ég þarf ekki að vera á ferðinni (eða mínir nánustu). Við höfðum það því notarlegt á föstudaginn og horfðum á snjóinn hlaðast upp. Á laugardaginn var ekkert ferðaveður en þá höfðum við ætlaði í sveitina til tengdó. Við ákváðum því að fara bara út í garð að leika í snjónum og moka aðeins frá húsinu. Þetta er með mesta snjó sem ég hef séð á ævinni og það svona snemma. Snjórinn í garðinum var um meters djúpur svo við klifruðum upp á pallinn og stukkum niður í snjóinn fyrir neðan. Rosa stuð!!!! Fyndnast var að Alma stökk alltaf beint niður svo hún grófst niður með fæturnar og sat svo föst..... he he he he bara fyndið!!!  Þegar búið var að moka frá húsinu þurftum við að taka garðhúsgögnin inn en  það hafði gleymst áður en fór að snjóa og trúið mér þegar ég segi að það er ekki auðvelt að drösla stóru borði úr tré, fjórum stólum, blómapottum og sessukassa úr plasti í gegnum skafla af þessari þykkt!!! Þeir náðu mér í mið læri svo þetta var fín líkamsrækt....... Á sunnudeginum ákváðum við að reyna að komast út á Skaga þrátt fyrir það að Þverárfjall var ennþá sagt ófært. Við vorum svo heppin að lenda á eftir snjóblásaranum hluta af leiðinni þar sem mesti snjórinn var og svo tókum við fram úr honum. Við lentum þarna í samfloti með 2 öðrum bílum sem voru einnig að fara út á Skaga og í eitt skipti þurftum við að moka okkur í gegn um skafl og svo var ein brekka sem reyndist svolítið þung en þetta tókst nú allt saman. Fyrir Elínu skiptinema var þetta heljarins ævintýri því í Finnlandi eru menn ekkert að flækjast þar sem er ekki búið að moka!!! he he he Við fórum svo í að skera niður 2 kindaskrokka og það þótti henni frekar ógeðslegt þó hún hafi staðið sig með prýði í að hjálpa til. Frekar fannst henni þó undarlegt og ógeðslegt að sjá að amma geymdi hausa af 3 lömbum inni í þvottahúsi (hún var að fara að þvo þá áður en þeir yrðu sviðnir!!!!). Það var ógleymanlegur svipur á henni þegar ég sýndi henni ofan í pokann...... he he he he Núna er frystikistan orðin algerlega smekkfull enda voru tilboðsdagar á kjöti hjá Kaupfélaginu á föstudag og við keyptum tvö lambalæri og 6 bóga og nokkrar pakkningar af hakki. Það var einnig tilboð á osti og var hann á næstum 50 % afslætti. Ég keypti því nokkra stóra og setti í frysti. Það er gott að búa í Skagafirði!!!!! W00t Við vorum svo komin heim tímanlega til að fara á leiksýningu um Pétur Pan hjá Leikfélagi Skagafjarðar. Það var mikið af krökkum í sýningunni og flest á unglingastigi. Það háði sýningunni töluvert að þau töluðu hvorki nógu skýrt né nógu hátt svo ég heyrði stundum ekki heilu kaflana. Við sátum aftarlega en 3 samstarfskonur mínar voru á 4. bekk og heyrðu ekki almennilega heldur. Að öðru leyti var sýningin allt í lagi. Ég hlakka samt mikið til að sjá 10. bekk Árskóla setja upp Emil í Kattholti. Það verður örugglega alveg geggjað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Þú dugleg að ferðast í ófærðinni ,,, mundi ekki leggja það á mig.......... 

Maður verður að muna að kveikja á heyrnatækjunum fyrir svona sýningar he he hehe (djók)  

 reyndar er ég sammála þér að það er svolítið pirrandi að fara á leikrit og heyra bara kafla og kafla úr verkinu :(       Kveðjur í snjóinn allann,   mér finst hann svo hundleiðinlegur en börnin eru glöð :) sleðar og snjótur út 

Erna Friðriksdóttir, 28.10.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Kvitt fyrir innlitið, sendi nú á þig comment í dag en það kanski ekkert skilað sér ??? eða þú bara tekið það út :)   Góðar kveðjur og aftur byrjað að sjnóa :(

Erna Friðriksdóttir, 28.10.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Þorgerður Eva Þórhallsdóttir

Sæl.

Þú hefur afrekað mikið sé ég um þessa helgi. Já ég býð þér við tækifæri í lambaprime og allla þorgerðar sveppasósuna.

kveðja!

Þorgerður

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 29.10.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband