7.10.2008 | 16:59
Berum hag barnanna fyrir brjósti og hættum að vola fyrir framan þau!!!!
Það er búið að stinga mig síðustu daga hvað börnin eru kvíðin og óörugg vegna framtíðarinnar. Þetta á sérstaklega við um unglinga sem eru farin að skilja fréttirnar betur en þó ekki nógu vel til að geta sett sig alveg inn í málin. Svo hlusta þau á fullorðna fólkið kvarta og kveina og fyllast sjálf kvíða og hræðslu. Ég er búin að lenda í því núna síðustu daga að vera með fulla bekki af kvíðnum unglingum sem hafa haft mikla þörf fyrir að tala um það sem þau eru að heyra og þau eru full kvíða. Þau finna að það sem þau eru vön að eyða peningunum sínum í hefur hækkað og þau hafa áhyggjur af því að foreldrar þeirra missi vinnuna eða húsið og þau muni ekki lengur eiga heimili. Við fullorðna fólkið verðum að vera dugleg að útskýra hlutina fyrir unglingunum eftir bestu getu og hjálpa þeim að horfa jákvæðum augum fram á við. Oft var þörf en nú er nauðsyn að setjast niður og ræða málin með börnunum okkar!!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sammála tér....Börnin vita ekki hvad er ad gerast og sjá áhyggjufulla foreldra.Dóttir mín sagdi mér í gær ad hún hafi spjallad vid elsta son sinn(8 ára) um málin svona á gódum nótum og honum leid betur og skildi áhyggjur heimilisins.
Eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 8.10.2008 kl. 07:48
sammála því að það sé rétt að ræða vð börnin og skýra út fyrir þeim að þetta sé ekki eins slæmt og það virðist vera ..
Margrét M, 8.10.2008 kl. 09:16
Hæ ! Sammála þér að ræða við börnin, það sem hægt er að ræða um ??? Mér finst ástandið svo ruglað og skrítið að einn klukkutímann er þetta og hinn annað. Amk hugsaði ég það í gærkvöldi eftir viðtal við Davíð Oddson í gærkv ,,,,, að við gætum bara verið nokkuð slök...................... en hmmmmmmmm æji rita það ekki hér :9 bestu kveðjur á þig
Erna Friðriksdóttir, 8.10.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.