5.10.2008 | 14:22
Alma fær gleraugu og lepp...
Við fórum á Akureyri á fimmtudag og hittum augnlækni þar. Alma var skoðum miklu betur en áður og að lokum var tekin ákvörðun um að hún fengi gleraugu og ætti að prófa að nota lepp eftir skóla og þá með gleraugunum. Hún valdi rosalega falleg rauð Kello Kitty gleraugu og getur ekki beðið eftir því að fá þau. Við keyptum svo bara venjulegan sjóræningjalepp þar sem hún þarf ekki að nota hann í skólanum. Það er miklu þægilegra að smella honum bara af og á með teygju. Auk þess er það hrikalega kúl að vera sjóræningi..... he he he. Gellan fór á kóræfingu á föstudaginn og sat í fanginu á mér og þorði ekki að syngja. Ég var svo sem ekki mjög hissa. Stelpurnar sem voru mættar voru allar dálítið eldri en hún auk þess sem þær voru að læra nýtt lag og voru með nótnablöð með pínulitlum stöfum sem Alma gat auðvitað ekki lesið. Hún fékk því smá sjokk og þorði engu. Eftir æfinguna töluðum við við Alexöndru og tókum ákvörðun um að sjá bara til hvort hún mætir eða ekki. Það er ein ári eldri en hún sem hún þekkir vel og Alma hélt að hún myndi þora ef hin væri líka. Þetta kemur því allt í ljós. Í gær fórum við svo í sveitina að drepa hrút. Það átti að vísu að drepa tvo en skotin kláruðust. Við Alma fórum svo út í hús að skoða "vígvöllinn" og hún spáði mikið í innyflin. Í gær fórum við líka upp á tún að kíkja á hrossin og gefa þeim brauð. Klárarnir voru brauðinu fegnir þó þeir væru á góðu túni og komu um leið og þeir heyrðu skrjáfa í poka. Við fórum líka í fjöruferð, horfðum á brimið og tíndum kuðunga og fleira skemmtilegt í fjörunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ gott að þið hafið fengið annað álit hjá öðrum augnlækni. Rosalega flott gleraugu hefur hún fengið sér bara orðin skvísa.Þið hafið gert margt um helgina. Við verðum að fara að hittast.
kveðja! Þorgerður
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 6.10.2008 kl. 09:19
Vonandi gengur allt vel með sjónina hjá skvísunni þinni, skil vel að þetta hafi verið sjokk og auðvitað viljum við börnunum okkar alltaf hið BESTA ..........Hvað annað
Erna Friðriksdóttir, 7.10.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.