25.9.2008 | 14:03
Laufskálarétt um helgina
Það verður fullt af fólki fyrir norðan um helgina því Laufskálarétt er á laugardaginn. Þá eru rekin um 3000 hross að réttinni og svo réttað fram eftir degi.... ja og sopið úr pela, sungið, spjallað og fleira í þeim dúr. Ég ætla að skreppa í smá stund og sjá hrossin rekin og vera svo einhverja stund í viðbót. Maður þarf að sýna Ölmu og Elínu skiptinema þetta og hver veit nema maður hitti einhverja sem maður þekkir. Venjulega höfum við hitt slatta en Siggi ætlar ekki núna. Þarf að flytja hestana okkar úr Lýtó og út á Malland til tengdó og skella fellihýsinu í geymslu. Það verður því stelpnafjör í réttinni þetta árið.
Í morgunu var kynning fyrir forldra og var ekki að heyra annað en fólk væri ánægt með að hafa kynninguna svona að morgni til. Það var allavegana góð mæting og gaman að spjalla við þá.
Mig langar að mæla með uppboðsvefnum Selt.is
Ég setti þar auglýsingu um hlaupabretti og seldi það á nokkrum dögum. Það er komið í hendurnar á kaupanda og allt gekk mjög hratt og greiðlega fyrir sig. Kíkið á vefinn, takið til í bílskúrnum og komið draslinu í verð. Það er margt vitlausara. Svo er það ágæt hreyfing að taka til :) he he he he
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vonandi verður gaman í réttinni hjá þér... :) nenni ekki að commenta lengur ef maður fær aldrei comment til baka ........... Gangi þér allt vel.. alla tíð
Erna Friðriksdóttir, 25.9.2008 kl. 19:43
Hæ og hó já laufskálaréttir. Það er aldrei að vita að maður rekist á þig. Ég ætla nú að skella mér á ballið svo um kvöldið. Til hamingju að vera búin að selja hlaupabrettið. Já verð endilega að kíkja inná þennan vef.
kveðja! Þorgerður
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 26.9.2008 kl. 08:38
Laufskálaréttirnar eru bara frábærar. Fór þangað með..... hmmm þér? 1990 ? Eða vorum við bara að þvælast eitthvað annað norður í land? Bestu kveðjur vina
Jac
Jac Norðquist, 26.9.2008 kl. 09:19
Góda ferd og skemmtun í Laufskálarétt.Alltaf gaman ad vera innan um hesta.
Kvedja frá danaveldi
Gudrún Hauksdótttir, 26.9.2008 kl. 10:12
Heyrdu ég setti komment inn hérna í gær en hefur ekki byrst.
Góda ferd og skemmtun í laufskálarétt.Alltaf skemmtilegt ad vera innan um hestanna.
Ég kíkti á tessa sídu selt .is
Gód sída.
Knús á tig inn í góda helgi.
Gudrún Hauksdótttir, 27.9.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.