Snjór í Tindastóli

Ég horfi út um gluggann í vinnunni á Tindastól og þar efst má greinilega sjá einhverju hvítu, blautu og köldu bregða fyrir þegar skýin fara frá. Mér finnst þetta nú full snemmt til að snjóa í fjöll en það er auðvitað kominn sá árstími að maður getur átt von á þessu. Það er svo sem ekki eins og það sé eitthvað óvenjulegt en það er bara búið að vera svo gott haust með hita frá 13 gráðum upp í 19 gráður. Maður fékk því nett kast í morgun þegar hitamælirinn sýndi ekki nema 5 gráður kl. 8 í morgun!!!!!! Úfff þetta er að bresta á. Haustið sýndi sig líka í Sjónhorninu sem er sjónvarpsdagskrárblaðið hérna í sveitinni. Þar eru einnig auglýstir allir helstu mannfagnaðir, námskeið og sala á hrossum ásamt fleiru skemmtilegu. Á forsíðunni í dag mátti sjá 3 skinnfletta hrútspunga ásamt fleiru sem notast við sláturgerð og undirbúning þorrablóta. Það segja mér fróðir að  nú sé tíminn til að setja pungana í súrt ef þeir eiga að verða tilbúnir í febrúar. Ég segi  nú bara VERÐI ÞEIM AÐ GÓÐU!!! he he he

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

brrr --- veturinn kemur fljótlega -- en verð nú eiginlega að segja að desember er minn uppáhalds tími mínus kuldinn

Margrét M, 19.9.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Jac Norðquist

Hérna úti yrði ég nú glaður að sjá smá snjó, eða bara fjall ef því er að skipta !!! Hahahahhaha .... Ég virkilega vonast eftir snjóþungum vetri hér í DK... virkilega... en ætli það verði nokkuð frekar en fyrri daginn.

Kveðjur til ykkar vina

Jac

Jac Norðquist, 20.9.2008 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband