10.9.2008 | 22:51
Nokkrar staðreyndir um mig sem þið vissuð kannski ekki áður
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
Árskóli (kennsla), en hef einnig unnið í Snælandsskóla og Melaskóla
Guðmundur Jónasson (gistiheimili og eldhúsbílar)
Fríhöfnin (venjuleg verslunarstörf)
Íslenskur Markaður (verslunar og lagerstörf)
Hef auk þess unnið með skóla við þrif, í fiski og í sjoppum eins og flestir.
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá
Allar Harry Potter myndirnar... ég bara elska ævintýri og galdra :)
So much ado about nothing
Grease
Die Hard myndirnar
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Keflavík ( þar ólst ég upp)
Reykjavík (flutti þangað þegar ég fór að heiman og var í skóla)
Kópavogur (bjó þar í 5 ár)
Sauðárkrókur (bý þar núna)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
ÆÆÆÆÆiiiii verð að viðurkenna að svona lágkúrulegir raunveruleikaþættir höfða til mín, t.d. Americas next top model, survival og fleiri þættir um tísku, breytingar á fólki og samskipti
CSI, allar týpurnar
House... bara snilldartýpa, óþolandi en samt svo sjarmerandi og fyndinn
Simpson, horfi á hverjum degi með Ölmu
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Ísland ( hef komið um allt land og bara eftir nokkrir afleggjarar hér og þar )
Svíþjóð ( hef farið þangað nokkrum sinnum og er mjög hrifin af landinu)
Danmörk ( hef komið nokkrum sinnum en núna langar mig aftur að heimsækja Sibba litla bróðir)
Spánn ( skrapp til Tenerife í sumar)
Hef komið til fleiri landa en læt þetta duga
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan að blogga
mbl.is
visir.is
mentor.is
facebook.com
Fernt sem ég held uppá matarkyns
Lambakjöt
Folaldakjöt, smakkaði það fyrst í fyrra og féll alveg fyrir því
Ís, ís og meiri ís
súkkulaði
ávextir
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
Harry Potter bækurnar
Gömul barnabók sem mamma átti og heitir Karen
Matreiðslubækur
Barnabækurnar hennar Ölmu
Ég skora á vini mína að svara þessum spurningum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Athugasemdir
snilld
Margrét M, 11.9.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.