Bakað og bakað...

Ég var heima með Ölmu veika í gær og til að hafa ofan af fyrir henni vorum við í eldhúsleik mestallan daginn. Fyrst var bakað brauð til að hafa í hádeginu, svo kaka í kaffinu og loks eldaði hún matinn með mér. Henni finnst svo gaman að elda og baka. Hún var áðan í heimilisfræði í skólanum og ég kíkti niður í stofu og gaf henni smá mömmuknús. Hún ljómaði auðvitað og vildi nú helst ekki að ég færi enda ákveðin forréttindi að mamma geti kíkt á mann í skólanum. Ég tók mig líka til í gær og ákvað að fara í gegnum herbergið hennar. Það fóru tveir haldapokar í ruslið og þrír í rauða krossinn. Ég þurfti samt aðalleg að passa að hún týndi ekki aftur upp úr pokunum.... he he he

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

það er næsta víst að mömmuknús verði ekki vinsælt í skólanum þegar fram líða stundir -- njóttu þess á meðan það er

Margrét M, 10.9.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband