Réttir síðustu helgi og berjafargan

Við fórum með tengdamömmu út á Malland á föstudaginn en Siggi hafði farið úteftir á fimmtudaginn til að hjálpa með smölun á heimalandinu. Við létum okkur bara líða vel um kvöldið en daginn eftir fórum við Alma og Elína snemma í réttirnar. Það kom alveg óvenjumikið af fólki sem var mjög skemmtilegt. Ég talaði við marga en komst samt ekki yfir að tala við alla sem ég sá og þekkti því það voru svo margir. Gísli og Gerður komu með húsbílinn og við stelpurnar héldum partý í honum. Átum snakk og skemmtum okkur. Meðan við biðum eftir safninu (þessum 200 kindum eða svo) týndum við heilu dósirnar af krækiberjum. Það er alltaf allt svart í þúfunum við réttina og í ár var engin undantekning. Það var óvenjumikið af berjum þar sem og annars staðar í Skagafirði. Á sunnudeginum fórum við svo upp í Draumaland (bústað Gísla og Gerðar) og týndum þar  bláber og meira af krækiberjum. Þar sá ég þau stærstu krækiber sem ég hef á ævinni séð. Þau voru stærri en stærstu bláber og sæt og safarík eftir því. Ég týndi þau í sérstakan poka, keypti skyr og rjóma í kvöldmatinn og nammi nammi nammi namm!!!! Í gær sauð ég bláberjasultu og setti á krukkur og í dag eða á morgun ætla ég að gera saft úr krækiberjunum. Þegar því er lokið ætla ég að búa til Sagó sætsúpu. Þetta fékk ég alltaf sem krakki og finnst algert æði. Ég hef oftast búið hana til árlega en bara keypt saftina en núna langar mig að gera þetta náttúrulegra. Alma er búin að vera veik og í morgun bökuðum við fléttubrauð og borðuðum svo volgt brauð í hádeginu með nýrri bláberjasultu. Alger snilld!!!1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Slurp !!!

Jac Norðquist, 9.9.2008 kl. 15:36

2 identicon

Hæ Stína mín, frábær færslan um Ölmu og mjólkurmiðana, held að nafna hennar brosi hringinn fyrir ofan okkur. Lítið að frétta héðan, stríðið endalausa í fullum gangi eins og þú veist. Takk fyrir allar kveðjurnar, gott að vita að einhver nennir að lesa bloggið mitt. Knús á ykkur

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband