Sirkus á Sauðárkróki

Við mæðgur skelltum okkur í Sirkus á mánudagskvöldið og skemmtum okkur konunglega. Mér fannst reyndar alveg fáránlegt að auglýst verð á Sirkusnum var hærra en það sem maður þurfti að borga og ég veit um marga sem fóru ekki af því að þetta var svo dýrt. Samkvæmt auglýsingunni átti að kosta 3900 fyrir eldri en 13 og 2500 fyrir 12 ára og yngri. Þegar ég kom í biðröðina sá ég að sætin voru misdýr eftir því hve nálægt þau voru. Barnasætin kostuðu 2000, 2500 og 3000 en fullorðinssætin voru á 2500, 3500 og 4500. Ég hafði búist við að borga 6400 en þurfti bara að borga 4500. Maður hefði nú haldið að það væri ekki mikil skynsemi í því að auglýsa hærra verð en svo skilst mér jafnvel að verðið hafi verið annað í forsölu. Við drifum okkur í Sirkus þrátt fyrir hátt verð af því að þetta var svona "once in a livetime experience"!!!!! en nei.... það kemur víst annar sirkus í næstu viku. Hann er frá Kína.......!!!! Fáránleg skipulagning. Ætli það komi svo tívolí í þarnæstu viku ..... he he he he. Held að skipuleggjarar ættu að hafa eitthvað samráð svo svona komi ekki fyrir. Ég veit það allavegana að ég ætla ekki að borga fyrir annan sirkus viku síðar. Í gær fórum við stelpurnar, ég, Alma og Elína og keyptum okkur pizzu á Ólafshúsi. Ölmu finnst ganga eitthvað hægt að læra að lesa í skólanum svo hún las matseðilinn í þaula.... he he svona auðveldari orðin. Náði alveg að lesa setninguna: Eplakaka með ís og rjóma (þurfti bara upprifjun í hljóðunum p og j en mundi hin sjálf). Rosalega dugleg stelpa. Það eru göngur og réttir um helgina og þá förum við í sveitina til afa og ömmu. Ég man ekki hvort ég var búin að segja það hérna en Siggi hætti að reykja í sumar og þvílíkur munur....!!!!! Þetta er alger sæla. Hann tók töflur til að hjálpa sér sem svínvirka alveg. Mæli með þeim ef þið eruð í þessum  hugleiðingum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Eva Þórhallsdóttir

Já við styðjum hvor aðra í átaki. Já rosalega hefur þetta kostað sirkus ferðin. Ég fréttii líka að það hafi nú ekki verið neitt ókeypis að kaupa í hléinu. Svali kostaði eitthvað yfir 200 kr. Og eitthvað var þetta í þeim dúr.

kveðja Þorgerður

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 3.9.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband