31.8.2008 | 17:20
Óvissuferð
Það leit nú ekki vel út með þessa óvissuferð seinnipartinn á föstudaginn. Það kom nefnilega í ljós að maðurinn minn var veðurtepptur í Reykjavík á föstudaginn og alls óljóst með hvenær hann kæmist af stað heim. Það var brjálað rok undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi svo allir flutningabílar voru kyrrsettir. Hann sat og bölvaði í Reykjavík og ég fyrir norðan. Þetta reddaðist nú samt sem áður því mér tókst að plata Þorgerði vinkonu mína til að hafa Ölmu yfir nóttina því ég vissi ekkert hvenær Siggi kæmi heim. Það kom nú svo í ljós að hann kom líklega heim áður en hún sofnaði en við vildum ekki vera að hræra eitthvað í henni og létum hana bara vera. Af óvissuferðinni er hinsvegar það að frétta að "what happens in óvissuferð....stays in óvissuferð...." Gott mottó en ég get þó sagt ykkur að við fórum og dönsuðum í Hólaskógi, fengum veitingar í samgönguminjasafninu á Stóragerði hjá Sollu og eiginmanni og enduðum í einhverju litlu félagsheimili við Kolkuós. Þar var matur, heimatilbúin skemmtiatriði og dans fram að miðnætti. Í rútunni á leiðinni heim var ég enn í stuði svo ég hringdi heim og vakti Sigga. Ég spurði hann hvort honum væri sama þó ég kæmi heim með hálfa rútu af syngjandi kennurum og öðru starfsfólki!!!! Hann hélt það nú enda eru kennarar með skemmtilegra fólki sem hann vissi auðvitað. Það voru líklega um 15 manns heima að syngja þegar mest var en í restina vorum við ekki nema 6 sem sátum og spjölluðum. Mjög skemmtileg ferð eins og alltaf. Í gær fór Siggi svo á Höskuldsstaði að hjálpa Gesti að smala og við stelpurnar kíktum einnig. Það var svo brunað í sveitina til afa og ömmu og mætt mátulega í kvöldmat. Í morgun var járnað og við sátum og horfðum á öldurnar, fórum í göngutúr, bíltúr og berjamó. Á eftir ætla ég svo að galdra fram girnilegan kjúklingarétt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.