28.8.2008 | 14:30
Óvissuferð á morgun
Á morgun ætlar starfsfólk skólans í sína árvissu óvissuferð og ætla ég sko ekki að láta mig vanta. Þetta eru snilldarferðir og alltaf eitthvað skemmtilegt gert. Eitt árið sigldum við að vísu út í Hofsós í frekar djúpri undiröldu og ég var frekar slöpp þegar við komum þangað. Þegar upp á land var komið bauð svo nefndin upp á GRÆNAR samlokur... alveg án gríns. Fengu bakarann til að setja grænan matarlit í samlokubrauð og smurðu svo úr þessu ágætar brauðsneiðar..... he he he he bara fyndið. Eitt árið var einum kennara rænt af heimili sínu. Hann hafði ekki ætlað að fara en rætt var við konuna hans og undirbúið rán. Rútan stoppaði fyrir utan, nokkrir karlmenn stukku út og drógu hann út í rútu. Hann þóttist berjast á móti svona þegar konan hans sá til en svo lagaðist það nú... hehehe Það verður örugglega ekki síðra núna. Það er búið að skipta okkur upp í hópa og hver hópur fékk lit. Ég er í græna liðinu og við ætlum að hittast eftir vinnu í dag til að skipuleggja okkur fyrir morgundaginn. Svo er eitthvað hestastúss og fleira fyrirhugað um helgina svo enginn þarf að láta sér leiðast. Datt í brjálaða stemmingu í gær við að fylgjast með þegar STRÁKARNIR OKKAR komu heim. Til hamingju aftur!!!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Váá !! frábært,er þá er ráð að ná bara í mig þetta árið hehehe..... þó að ég sé ekki kennari,en það væri svolítið kúl og frábært að Ölmu finnst gaman í skólanum,kysstu hana frá okkur.... og spes frá Örnu og góða skemmtun í óvissuferðinni,kv. Dóran
Dóra Maggý, 28.8.2008 kl. 23:01
skemmtu þér vel í óvissuferðinni
Margrét M, 29.8.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.