27.8.2008 | 14:15
Alma byrjuð í skóla!!!
Litla barnið mitt er byrjað í skóla.....
. Ég fylgdi henni alveg inn í stofu á þriðjudagsmorgun og hún var ákaflega ánægð eftir daginn. Hún hafði setið á milli tveggja vina sinna og það sem stóð uppúr var að leika sér í frímínútunum...... það byrjar snemma
. Hún fór í skoðunarferð um skólann, í frímínútur, borðaði nesti (sem var auðvitað rosalega spennandi!!!!!) og fór í teiknitíma og teiknaði og litaði. Svo sagði hún mér að einhverjir strákar hefðu verið að kasta púðum í spjallhorninu en hún og annar strákur hefðu verið að skamma þá og reyna að ganga frá púðunum...... YEAH right!!! Ég þekki nú mína dömu og hún hefur örugglega tekið fullan þátt í þessum koddaslag eða hvað þetta var.... he he he
. Þetta verður líklega fjörugur bekkur og mikið stuð. Hún var svo spennt fyrsta daginn að hún var vöknuð korter yfir 6, mér til lítillar gleði. Svo þegar hún kom heim tók hún nestisboxið, henti því sem var afgangs og vaskaði boxið upp og þurrkaði það!!!! Það að vera með nestisbox og borða nesti í skólanum finnst henni ákaflega spennandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.