21.8.2008 | 11:47
Skólasetningar í dag
Þá er skólinn að byrja og ég búin að vera á tveimur skólasetningum í dag og sú þriðja á eftir. Alma er að byrja í skóla og á morgun mætum við foreldrarnir með hana í viðtal við umsjónarkennara. Hún átti að mæta kl. hálf níu en það er alveg glataður tími fyrir mig því þá er ég nýbúin að taka á móti mínum eigin umsjónarbekk og hefði þurft að hlaupa strax út. Jóna Hjalta umsjónarkennarinn hennar ætlar því að hitta okkur kl. 7:50 og geri aðrir betur... frábær þjónusta hjá henni að hitta okkur svona snemma. Málið er að Siggi er í fríi og hann hefði alveg getað farið einn með henni en þetta er nú eina barnið mitt og ég er ekki minna spennt fyrir þessu en hún og mig langaði líka til að vera með. Jóna elskan gerði þetta því fyrir mig svo ég kæmist líka... takk takk fyrir það
. Alma fékk að nota nýja pennaveskið til að teikna mynd handa kennaranum til að afhenda henni í viðtalinu og það var sko spennandi.... he he he he. Ég man svo sem sjálf eftir því hvað mér fannst spennandi að byrja í skólanum og það var tekin mynd af mér fyrir utan húsið með skólatöskuna á bakinu svo ég ætla að taka eins mynd af Ölmu næsta þriðjudag þegar kennsla hefst hjá henni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HÆ Stína mín, takk fyrir kveðjurnar, þær hlýja mér þessa ömurlegu daga sem eru vonandi á undanhaldi. Hringdu í mig um helgina og reynum að hittast. Kv.
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.