17.8.2008 | 21:06
Frábær helgi liðin að lokum
Ég mætti fyrsta dag haustsins í skólann á föstudaginn og það var gaman að hitta alla aftur, sólbrúna og sæta eftir sumarfríið. Ég dreif mig svo heim seinnipartinn, skellti í eina skúffuköku, gekk frá fjalli af þvotti og þreif húsið frá toppi til táar því Friðrik bróðir var á leiðinni með allt liðið sitt. Hann á konu og þrjá stráka, 19 ára, 14 og 8 ára. Ég grillaði fyrir þau folaldakjöt og því voru gerð góð skil. Við sátum svo og spjölluðum fram eftir kvöldi og komum þessum elsta á rúntinn með stelpu sem ég þekki hérna á Króknum. Á laugardaginn fórum við á Kántrýhátíð á Skagaströnd. Þar byrjaði Jón Stefán á að reyna að veiða eitthvað en veiddi bara hafnargróður!!!!!! he he he he Við röltum um bæinn, settumst fyrir utan Bjarmanes (kaffihús niður við sjó) og þar komu gítarlistamenn og spiluðu fyrir okkur. Við settumst á grasbala og horfðum á krakkana leika sér í hoppuköstulum og fórum svo upp að klettaborg í útjaðri bæjarins og borðuðum nesti. Svo var rölt upp að útsýnisskýfu sem var þar og svo lágum við á meltunni í brekkunni og höfðum það verulega næs. Hitinn var 18 gráður og þó sólin skini ekki var alveg logn og mannlífið einhvernveginn rólegt eftir því. Næst var kominn tímí til að kíkja í kaffi hjá Sigrúnu og Sigga í Breiðabliki. Sigrún er af næsta bæ við þann sem Siggi ólst upp við og þau léku sér saman í æsku. Dóttir hennar er síðan vinkona mín... he he he. Við hittum margar sem við þekktum og skemmtum okkur vel. Um kvöldið var borðað lambakjet með grænum baunum og þurfti að ýta Friðriki út í hjólbörum því hann var orðinn svo saddur..... he he smá ýkjur :) en ekki miklar!!!! Við gláptum á sjónvarpið og spjölluðum fram eftir kvöldi. Í dag fórum við í sund í Varmahlíð og borðuðum svo nesti í skógræktinni fyrir ofan sundlaugina. Á eftir fengum við okkur auðvitð ís í eftirréttt og slöppuðum af. Þegar við komum heim flatmöguðum við á pallinum og þau fóru svo af stað rúmlega fimm og þá fórum við Alma að þrífa vinnubílinn hans Sigga. Málið er að hann þarf að nota hann næstu 5 daga í hestaferð til að draga fellíhýsið og keyra með farangur fyrir nokkra hestamenn og konur sem eru núna í truntutúr fyrir Skaga og inn Svartárdal og niður í Mæifellsrétt. Ég samþykkti bílaskiptin með því skilyrði að Siggi myndi þrífa vinnubílinn (held hann hafi aldrei verið þrifinn að innan síðan við fengum hann fyrir rúmu ári......) en hann gleymdi því auðvitað svo ég gat ekki látið sjá mig á þessu braki nema þrífa það aðeins!!! Núna slaka ég á og hlakka til að fá skiptinemann næstu helgi. Kannski skrepp ég suður að sækja hana, hver veit!!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 19.8.2008 kl. 19:29 | Facebook
Athugasemdir
Tad er bara mikid ad gerast hjá tér tessa daganna.Hvadan kemur skiptineminn????Èg var einu sinni med skiptinema frá frakkalandi sem var voda skemmtielgt.Á alltaf heimbod tangad.
Knús á tig
Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.