14.8.2008 | 11:50
Alltaf gaman á Akureyri
Við mægður komum seinnipartinn á Akureyri og byrjuðum á að leyta uppi Office one til að skila þangað inn einhverjum snepli í von um að vinna flugmiða til London. Þá kom í ljós að þeir voru fluttir í Glerártorg og við þangað. Ég uppgvötaði svo að ég hef greinilega ekki komið þangað mjög lengi því búið var að breyta þar mjög miklu. Rúmfatalagerinn er kominn á annan stað og fullt af nýjum búðum í stækkuninni sem hafði líka farið fram hjá mér
. Þetta er orðið miklu flottara og ég sé fram á að þegar maður fer að kaupa jólagjafir verði fínt að geta verslað í "mollinu" he he he.... Alma fékk svo að velja sér eina stílabók í A4 með fígúrum (samkvæmt bókalista átti hún að koma með eina þannig í skólann). Hún valdi sér rosalega flotta stílabók með Littlest Pet Shop fígúrum framaná enda er það flottast þegar maður er 6 ára stelpa!!!! Við fórum svo í Kjarnaskóg og lékum okkur og röltum um skóginn og fengum okkur svo nesti. Það var mjög skemmtilegt enda hægur vindur og milt veður. Við fórum svo í jólahúsið og skelltum okkur að lokum í sund. Alma er rosalega montin því hún er farin að sleppa kútum oftast nær og fer meira að segja í stóru rennibrautina án þeirra. Hún getur synt nokkra metra í einu án þess að setja fæturnar í botninn og er agalega ánægð með sjálfa sig. Hana vantar bara herslumuninn í að vera búin að læra að synda. Hún kafar t.d. langar leiðir ef hún er með sundgleraugu og fer létt með það. Það er aðeins erfiðara að halda hausnum uppúr vatninu
. Það var þreytt lítil stúlka sem sofnaði í bílnum á leiðinni heim eftir að hafa fengið pulsu í kvöldmatinn!!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Dugleg mamma hér á ferð. Þið hafið haft nóg að gera þennan dag á Akureyri. Það bíður þín brauðterta í ískápnum og smá kræsingar verð heima i dag.
kveðja!
Þorgerður
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 15.8.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.