8.8.2008 | 12:58
Fiskidagar á Dalvík
Þá er enn ein helgin komin og nú ætlum við að skella okkur á fiskidaga á Dalvík. Við erum búin að vera á leiðinni þangað nokkuð lengi en nú er loksins komið að því. Það var ekki neinn smá léttir í gærkvöldi að skila símanum á gistiheimilinu. Hann hringir stanslaust þessa dagana vegna fólks sem ætlar á Króksmótið en hefur ekki haft fyrirhyggju með að leyta sér að gistingu. Öll herbergi voru uppbókuð fyrir mörgum vikum en fólk er að hringja nokkrum dögum áður í tonnavís. Síðustu 4-5 daga hringdu líklega um 20 manns á sólarhring svo ég hefði getað fyllt mörg svona gistiheimili. Ég er að nota tækifærið í dag og halda áfram með bókina og ætla að gera það núna þar til ég byrja að kenna. Það er nú bara vika þangaðtil svo þetta verður fljótt að líða. Auðvitað ætti maður bara að liggja í leti og slaka á og kannski geri ég það eitthvað með ef vel viðrar til sólbaða. Það má þá líka alltaf skrifa á kvöldin í staðinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Bestu kveðjur kæra vina
Jac
Jac Norðquist, 8.8.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.