Geggjað veður

Mikið er nú gott þessa dagana að búa fyrir norðan. Hérna er búið að vera rosalega gott veður í gær og dag og spáin fyrir næstu daga er eins. Ég ætla að skreppa í Varmahlíð í sund seinnipartinn og það verður frábært. Það er svo æðisleg sundlaugin þar. Hún er tvískipt, annars vegar köld sundlaug og hinsvegar mátulega heit barnalaug þar sem maður getur dúllað sér allan daginn með krökkunum án þess að frjósa úr kulda og  þurfa að fara í heita pottinn reglulega til að hita sig. Hún er svo mátulega heit að það er bara snilld!!!! Þegar við Alma förum þangað notum við oft tækifærið og fáum okkur göngutúr í skógræktinni,  leikum okkur á róló og fáum okkur ís. Jæja ætla að halda áfram að vinna svo ég geti með góðri samvisku hætt snemma og farið í sund. Þið hin sem þurfið að hanga í rigningunni fyrir sunnan..... það er að koma helgi.... skellið ykkur í útilegu!!!!! Við verðum á ættarmóti hérna rétt hjá um helgina og ég ætla að gera nákvæmlega ekki neitt!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband