Hvað er eiginlega málið?

Ég átti ekki til orð yfir þessari frétt. Í fyrsta lagi velti ég fyrir mér hvert samfélagið stefnir þegar við erum farin að verðlauna mótmælendur. Í öðru lagi: hvað hélt maðurinn að myndi vinnast við það að líma sig við einhvern og að lokum fór ég að efast um geðheilsu mannsins þegar ég fór að spá í hvernig hann fór með límið. Hann geymdi það í nærfötunum.... eins gott að umbúðirnar héldu, hefði ekki viljað láta lím leka  þarna niður. Nú svo getur það varla verið mjög þægilegt fyrir húðina að láta hana límast við eitthvað. Maðurinn á greinilega eitthvað bágt og ætti kannski að endurskoða þær leiðir sem hann notar til að mótmæla. Ég styð rétt fólks til að mótmæla en stundum finnst mér mótmælendur fara offörum í aðferðum sínum og frekar fá fólk upp á móti sér heldur en að fá það til liðs við málstað sinn sem hlýtur að vera markmið allra mótmælenda.


mbl.is Límdi sig við forsætisráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahhahahahahahhahahahahahahhahahah

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband