21.7.2008 | 13:52
Snævæl um helgina
Þá er maður komin heim eftir ættarmót og hálf þreyttur eftir þeyting síðustu vikna. Það var mjög gaman um helgina. Flestir komu á föstudagskvöldinu svo þá var fólk að koma sér fyrir en svo plataði ég nokkra í Boccia og Kubb. Það var skemmtilegt en svo var bara verið að spjalla og láta sér líða vel í góðra vina/ættingja hópi. Langt síðan maður hefur séð suma eins og t.d. Steinunni frænku sem kom alla leið frá Kongó í Afríku og geri aðrir betur!!! Litlu börnin á fyrstu ættarmótunum eru orðin fullorðin og komin ný lítil börn og sum "börnin" meira að segja búin að eignast barn eða börn..... úfffff maður fílar sig aðeins gamlan að hugsa um þetta en lítur svo í spegil og sér þá hvað maður er svakalega unglegur og fínn.... he he he he... þýðir ekkert annað en að halda jákvæðninni!! Á laugardeginum var byrjað á minigolfi og tóku margir þátt í því, svo var hádegishlé en eftir það fórum við í útikeilu og svo eftir kaffi var keppt í tilþrifum á trampólíni. Fyrst voru unglingarnir og börnin. Ekkert af fullorðna fólkinu þorði svo ég skellti mér og skoraði á hina og fyrir rest voru nokkrir sem prófuðu. Sá elsti sem fór var Pétur bróðir pabba sem er að nálgast 60. Hann er samt eins og hinir krakkarnir og klifrar upp í rjáfur á partýtjöldum, rúllar sér í kollhnísum og stekkur heljarstökk. Ég bíð eftir að hann fljúgi burt eins og Pétur Pan!!! Ég skipti svo liðinu í 4 hópa og gaf þeim 10 mínútur til að koma með atriði á kvöldvöku. Það voru veitt verðlaun fyrir keppnir dagsins og svo var djúsað, sungið og djammað fram eftir nóttu. Bara gaman. Í gær var fólk bara að taka saman í rólegheitum og við skelltum okkur í sund í Borgarnesi á leiðinni heim. Það eina sem skyggði aðeins á helgina var að við lentum í veseni við Seglagerðina Ægi. Við leigðum hjá þeim partýtjald og þegar það var tekið úr bílnum hjá pabba kom í ljós að hælana vantaði. Var þá hringt í hina og þessa og meðal annars framkvæmdastjórann. Til að gera langa og leiðinlega sögu styttri þá fengum við ekki hæla fyrr en seint á laugardeginum og tjaldið komst upp um 6 leytið. Við fengum þó verulegan afslátt á leigunni enda hefði annað verið fáránlegt. Til að bæta um betur var það svo bæði rifið, blautt og skítugt þegar við fengum það. Ég mæli með því ef þið ætlið að leigja svona græju að tékka vel á að allt sé með þegar þið fáið þetta í hendurnar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
he he við vorum í útilegu með vinnunni hjá manninum mínum og það var líka leigt pary tjald hjá seglagerðinni og vantaði einmitt hæla -- en við gátum sett það upp og notað aðra hæla
Margrét M, 21.7.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.