26.6.2008 | 10:54
Lífið í Keflavík
Við erum búnar að gera hitt og þetta síðustu daga. Í fyrradag tókum við algert letikast og gláptum á DVD í nokkra klukkutíma. Mikið var gott að slaka aðeins á og vera ekki á þessum stöðuga þeytingi. Við skruppum að vísu út í göngutúr með Sigurbjörgu og Kötlu litlu. Alma fékk að keyra vagninn í smá stund og fannst það ekki leiðinlegt. Siggi kom um kvöldmatarleytið og eftir mat skruppum við til Auðar. Þar fyrir utan hitt ég fyrir tilviljun Möggu Rán sem ég hef ekki hitt í nokkur ár og Ásdísi sem var með mér í bekk í grunnskóla. Við spjölluðum aðeins saman og var það mjög skemmtilegt. Auður var hress eins og venjulega. Við Siggi og Sibbi gláptum svo á Die Hard 4 og þið sem þekkið mig vitið hvað mér finnst Bruce Willis flottur gaur.... ohhhh það var ekki leiðinlegt að horfa... !!! he he he Í gær fórum við Alma og skoðuðum nýja húsið hennar Berglindar frænku. Því miður voru krakkarnir ekki heima svo Alma gat ekki leikið við þau en hún kíkti á dótið og það var gaman. Flott hús Berglind, til hamingju . Við skelltum okkur svo í Smáralindina, göngutúr og nesti í Elliðaárdalnum, heimsókn til Nönnu, gleymdum okkur í Just4kids og að lokum fórum við í IKEA. Þegar við komum til Sibba elduðum við kjúklingarétt og svo um kvöldið komu Sigrún og Sif með rauðvín, kex og osta. Mjög notaleg kvöldstund. Á eftir förum við í sund og ætlum að vera lengi lengi lengi í góða veðrinu og svo í kvöld er afmælisgrillveisla fyrir Friðrik Rúnar sem er yngsta krílið hans Friðriks bróðirs. Hann varð 8 ára í vikunni og nú er fjölskyldunni boðið í grill og næsheit. Frábært veður og grill á pallinum hljómar rosalega vel . Yfir og út allir saman!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
sem sagt bara á æskuslóðum
Margrét M, 26.6.2008 kl. 12:29
Knús til þín vina
Jac
Jac Norðquist, 27.6.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.