16.6.2008 | 18:14
Annar ísbjörn!!!
Ég fékk nú bara hroll þegar ég frétti að það væri ísbjörn á Hrauni á Skaga. Tengdaforeldrar mínir búa á næsta bæ og í gær vorum við þar í heimsókn ásamt elstu dóttur hans Sigga, manni hennar og tveimur barnabörnum. Krakkarnir voru í marga klukkutíma að leika sér við að sulla í læknum sem staðsettur er aðeins örfáa metra frá sjónum!!!! Ég hefði ekki viljað fá kvikindið í land þar í gær þegar þau voru úti að leika. Maður þakkar bara sínum sæla fyrir að allir á Hrauni eru komnir inn og í öruggt skjól. Ég frétti af því fyrr í dag að þau horfðu á hann út um gluggann. Þá lá hann í einhverju barði rétt við bæinn og hafði það notalegt. Núna er hann hinsvegar á góðri leið með að eyðileggja fyrir fólkinu æðarvarpið sem er búið að byggja þarna upp síðustu árin. Ég væri líklega frekar pirruð ef ég væri í sporum Steina og Merritar núna. Það hlýtur að vera fúllt að horfa upp á kvikindið eyðileggja margra ára uppbyggingarstarf og mega svo ekki fara út að skjóta....
Allavegana... ég var að stússast í dag. Þurfti að fara á milljón staði sirka bát og mikið var ég glöð að eiga ekki heima í Reykjavík því eins og allir vita tekur óheyrilegan tíma að fara á nokkra staði þar. Ég tók þetta hinsvegar í nefnið á sirka þremur tímum og á þeim tíma kom ég miklu í verk. Ég fór líka að skoða hvað við hjónin ættum af stuttbuxum og suðrænum flíkum og kom þá í ljós að eiginmaðurinn á einar stuttbuxur (sem ég held að passi) og 3-4 boli sem eru sennilega of litlir!!! he he he Það er því nokkuð ljóst að annað hvort þarf ég að finna nektarbaðströnd þarna úti eða kaupa eitthvað á kallinn.... Spurning hvort væri skemmtilegra! Sennilega búðarferð þar sem krakkinn er með í för og nektarströndin kannski ekki alveg við hennar hæfi. Við förum svo suður á fimmtudaginn og verðum þar þangað til við förum út. Gerðum góðan díl við nágrannana... þið passið fyrir okkur húsið og svo pössum við ykkar. Mæli með nágrannagæslu þegar fólk fer í sumarfrí svo vondu kallarnir komi ekki og hreinsi allt út.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.