Smá könnun um sjálfa mig

 

1.       Ertu skírður í höfuðið á einhverjum?

             Já Kristínu móðurömmu minni og Guðbjörgu móður hennar.

2.       Hvenær fórstu síðast að gráta?

Fyrir nokkrum dögum í samskiptum við hana dóttur mína.. ... J

3.       Finnst þér þú skrifa vel?

Já já alveg ágætlega en sjálfsagt hægt að gera betur þar eins og annars staðar.

4.       Áttu börn? Ef já, hve mörg?

 

Ég á eina dóttur, eina fósturdóttur og tvær skádætur og nokkuð af öðru tengdu liði. Meira að  segja 4 skáömmu börn... he he

 

5.       Ef þú værir einhver annar en þ ú ert, værirðu vinur þinn?

Alveg fáránleg spurning því það færi líklega eftir því hvernig persóna ég væri hvort mér myndi líka við mig eða ekki.

6.       Notarðu kaldhæðni mikið?

Nei ég held ekki en það kemur samt fyrir.

7.       Færirðu í teygjustökk?

 

Kannski uppdópuð svo það eru vist ekki miklar líkur á því.

 

8.       Hvaða morgunmatur er í uppáhaldi hjá þér?

 

Ég borða oftast Kellogs kornflex um helgar eða HunangsCheerios. Virka dag fæ ég mér hálfan banana heima og svo hrökkbraut með osti og gúrkum eða tómötum og ávaxtabita í eftirrétt.

 

9.       Reimarðu frá þegar þú ferð úr skónum?

Ekki ef ég slepp við það.

10.   Telurðu þig andlega sterka?

 

Já það geri ég. Sumir myndu kannski kalla mig freka eða þrjóska og ég er það líka en sjálfstraust og sjálfsþekking finnst mér vera grunnurinn að andlegum styrk og af því hef ég nóg.

11.   Hvernig ís er í uppáhaldi hjá  þér?

Mér er eiginlega nokk sama ef það er bara ÍS!!!! Ég elska ís.... ég skal samt viðurkenna að  almennt finnst mér mjólkurís betri en rjómaís svo ég er voðalega heppin að geta keypt alla þessa ódýru ísa því þeir eru yfirleitt mjólkurísar. Svo verður að vera sósa, karamellu eða súkkulaði....

12.   Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks?

Ætli ég verði ekki að segja heildarsvipurinn. Hvort fólk er snyrtilegt og hugsar um hvernig það lítur út. Hvernig fólk ber sig. Ber það sjálfstraustið utan á sér eða skortir það sjálfstraust. Þannig hlutum tek ég fyrst eftir.

13.   Rauður eða bleikur varalitur?

Einu sinni var það rauður varalitur en núna nota ég yfirleitt gloss og þá með rauðum tónum eða út í brúnt.

14.   Hvað mislíkar þér mest við sjálfan þig?

Það er svo sem ekkert sérstakt sem ég velti mér uppúr dags daglega og fyrst ég er svona lengi að muna eftir einhverju sérstöku er best að sleppa þessu bara.

15.   Hvaða manneskjur saknar þú mest?

Mömmu auðvitað en hún dó fyrir 13 árum. Ég sakna líka afa og ömmu sem eru dáin og þegar ég er hérna fyrir norðan sakna á ég pabba, Friðriks og Sibba að ógleymdum öllum vinum mínum fyrir sunnan. Þið sem fluttuð til útlanda eruð líka á þessum lista J.

16.   Hvaða lit af buxum og skóm ertu í núna?

Ég er í hvítum buxum og svörtum inniskóm

17.   Hvað var það síðasta sem þú borðaðir?

Pasta í hádegismat og ís í eftirrétt!!

18.   Á hvað ertu að hlusta núna?

Allt fyrir ástina með Páli Óskari.

19.   Ef þú værir litur, hvaða litur værir þú?

Þetta er gjörsamlega fáránleg spurning en ok....... rauður því ég er svo HOT.... J he he he

20.   Hvaða lykt finnst þér best?

Þær eru nokkrar... lyktin af Ölmu og Sigga þegar þau eru nýkomin úr baði, nýslegið gras og lyktin af súkkulaði þegar ég er á túr....

21.   Við hvern talaðirðu síðast í síma?

Sigga rétt áðan.

22.   Uppáhaldsíþrótt sem þú horfir á?

Listdans á skautum, sterkasti maður í heimi  J og formúlan

23.   Þinn háralitur og augnlitur?

Augnlitur er gráblár og hárið er gangstéttarlitt með ljósum strípum þessa stundina en hefur verið rautt og brúnt.

24.   Notarðu linsur?

Nei

25.   Uppáhaldsmatur?

Ætli ég verði ekki að segja lambakjöt og ís, sérstaklega grillað með grænmeti á heitum sumardegi.

26.   Hryllingsmynd eða góður endir?

 

Hvorugt... ég vil spennandi myndir með flottum gaurum og er næstum sama hvort þær enda vel eða illa.

 

27.   Síðasta mynd sem þú sást í bíó?

Það mun vera teiknimyndin um Rattatovi eða hvernig sem maður skrifar þetta franska nafn. Þið vitið... rottan sem varð kokkur.... J

28.   Knús og kossar eða lengra á fyrsta deiti?

Hef ekki mikla reynslu af deitum sérstaklega þar sem þau tíðkast nú ekki á Íslandi en ég myndi segja að almennt vil ég frekar koss og knús þó hitt kæmi til greina J

29.   Uppáhalds eftirréttur?

Fullnæging !!!!!!!!! og svo ís .....

30.   Hvaða bók ertu að lesa?

Ég var á bókasafninu í gær og tók þar m.a. bók sem heitir Játningar karlrembu og byrjaði aðeins á henni í gær. Fínt innlegg í jafnréttisumræðuna.

31.   Hvað mynd er á músamottunni?

Ha... á að vera mynd á henni??? J Þetta er bleik músamotta með hjörtum sem fylgdi barnamús sem ég keypti handa Ölmu á tölvuráðstefnu sem ég fór á í London fyrir rúmum 2 árum.

32.   Á hvað horfðirðu í sjónvarpinu í gær?

Fyrst svaf ég í um hálftíma en þegar ég vaknaði horfði ég á lokaþáttinn um Dr. Jekyll and Mr. Hyde og síðan kom þáttur um C.S. I. Specail unit og svo kíkti ég smá á Jay Leno fyrir háttinn.

33.   Rolling Stones eða Bítlarnir?

Báðar úldnar gamlar hljómsveitir sem ég nenni aldrei að hlusta á ótilneydd. Ef ætti að pína mig yrði ég í vandræðum.....

34.   Hvað er það lengsta sem þú hefur farið frá Íslandi?

Líklega þegar ég fór til Halifax í Kanada og svo förum við bráðum til Tenerife og það verður líklegast lengst sem ég hef farið.

35.   Hverjir eru þínir helstu eiginleikar?

Ég er hreinskilin og heiðarleg og mér finnst erfitt að horfa upp á að öðrum líði illa. Ég er snyrtileg, sjálfstæð,  ættrækin og reyni að halda sambandi við vini og ættingja.

36.   Hvar fæddistu?

Ég fæddist á Landsspítalanum eins og flestir aðrir en pabbi og mamma bjuggu þá í Hafnarfirði.

37.   Hver er ólíklegastur til að svara þessum spurningum?

Friðrik bróðir en hann reyndar kom mér einu sinni á óvart með því að svara J

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband