Er byrjuð að vinna í bókinni

Ég kláraði vinnuna í Árskóla í gær og er því komin í sumarfrí þar. Sælan er nú samt ekki alveg komin því ég byrjaði á mánudaginn að vinna að bókinni um Norðurlöndin sem ég verð að skrifa næstu mánuði. Ég ætla að nota morgnana og kvöldin en reyna að vera í fríi um miðjan daginn, sérstaklega þegar sólin skín. Ég er búin að lesa ógrynni af efni um Norðurlöndin síðustu daga á íslensku, dönsku, sænsku og ensku og er auk þess búin að fá fullt af hugmyndum varðandi uppsetningu á bókinni. Þá er bara að byrja að skipuleggja kaflana og hefja skriftir. Mér finnst þetta mjög spennandi og hlakka til að byrja að skrifa. Ég var búin að horfa á Mariönnu liggja í leti í 3 vikur og var að bilast á því. Við eigum ekki því að venjast að krakkar á 18 ári liggi í leti á sumrin eins og tíðkast í Evrópu svo mér datt í hug í gær þegar ég kíkti á kunningjakonu mína sem á og rekur gistiheimili hér á Króknum að bjóða henni aðstoð Mariönnu og þáði hún hana næstu viku eða þar til stelpan sem hún var búin að ráða byrjar. Fínt fyrir Mariönnu að fá einhvern pening og hafa eitthvað að gera. Hún byrjaði í morgun og ég á eftir að heyra hvernig henni líkaði. Það eru samt ekki nema 2 vikur þar til hún fer heim til sín og við Alma förum suður enda flýgur tíminn áfram. Ég var áðan að sækja um ný ökuskirteini fyrir okkur Sigga því við áttum bæði þessi ónýtu þar sem myndin fór eftir nokkrar vikur. Þau eru handónýt í útlöndum ef okkur langar til að leigja bíl svo við drifum í þessu. Ég sótti einnig um vegabréf fyrir Ölmu svo þetta er allt í réttum farvegi. Núna er ég bara í pásu frá vinnu og bið að heilsa öllum úr hitanum fyrir norðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband