Brjálað stuð í allan dag

Ég þurfti að vera heima í dag því Sölvi afastrákur var í heimsókn og fór með afa sínum suður seinnipartinn. Það var auðvitað ekkert vit í því að láta strákgreyið hanga í vinnunni með honum allan daginn svo ég hafði Ölmu bara heima enda 18 stiga hiti, sól og blíða. Krakkarnir sváfu til hálf níu enda þeytt eftir sunnudaginn. Þau voru fljót að drífa sig út að hjóla og leika sér á trampolíninu. Í hádeginu borðuðum við úti og svo ákvað ég að vökva garðinn og leyfa þeim að hlaupa í vatninu. Það var mjög vinsælt og á tímabili voru 4 naktir gríslingar í garðinum....he he he bara brjálað stuð hjá þeim. Við skelltum okkur svo í sund með Dóru vinkonu og krökkunum hennar og eftir sundið fengum við okkur ís og skúffuköku við miklar vinsældir krakkanna. Þau hoppuðu svo næstu klukkutímana á meðan við sleiktum sólina. Hún fór því miður um 5 leytið en þá fórum við bara að elda kjúkling og með því. Ég dró upp Eurovisiondisk og við spiluðum lögin fá 1980 til 2005 aftur og aftur og aftur!!!! LoL . Við Dóra fórum í algert banastuð og dönsuðum m.a. villtan magadans við Ruslönu og tjúttuðum við Diggiley diggiló og fleiri góð lög. Eftir tveggja tíma dans með alla gríslingana keyrði ég Dóru heim og ég veit svei mér ekki hvort við eða krakkarnir voru þreyttari eftir daginn...... he he

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband