Njótum blíðunnar þegar hún gefst

Í dag var snilldarveður. Upp úr eitt var hitinn kominn í 14 gráður og sólin skein svo ég ákvað að taka vinnuna með heim og klára hana í kvöld en nota frekar blíðuna úti. Ég fór og sótti Ölmu í leikskólann og við fórum í Varmahlíð, fengum okkur ís, röltum um skógræktina og skoðuðum náttúruna og skelltum okkur svo í sund í einni bestu laug landsins. Þetta var verulega næs. Eftir sundið vorum við svo svangar að við fórum og fengum okkur pylsu og slökuðum aðeins á. Stelpuskottið var svo þreytt að hún var sofnuð korteri yfir 8 Cool . Á morgun förum við af stað suður og hún gistir hjá Guðrúnu stóru systir og fer með henni í vinnuna á leikskólann á meðan ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Þegar ég sæki hana förum við í búðir og skemmtum okkur við að eyða peningum. Um kvöldið gistum við svo hjá Köllu og Jonna en meira um það síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband