12.5.2008 | 07:50
Hvítasunnuhelgin
Mikið er það dásamlegt að vera búin með tvo helgardaga og eiga samt einn eftir......
. Foreldrar Mariönnu komu hingað í gærkvöldi og ég var bara nokkuð ánægð með að geta aðeins sprechað deutch... he he he. Það eru að vísu komin 9 ár síðan síðast svo það vantar stundum orð inn á milli og stundum fæ ég Mariönnu til að þýða ef það er eitthvað flóknara sem ég þarf að segja en miðað við aldur og fyrri störf gengur mér bara vel. Við ætlum með þau á hestbak á eftir og í sund í Varmahlíð. Svo verður að sjálfsögðu troðið í þau mat. Það er bráðnauðsynlegt að þau prufi bæði fisk og lamb svo í hádeginu verður steiktur fiskur og í kvöldmat lambalæri. Þau eiga eftir að vella héðan út. Á þriðjudagsmorgun fara þau af stað hringinn og fljúga svo heim næstu helgi. Þetta verður örugglega gaman hjá þeim þó þau séu dálítið snemma á ferðinni. Ölmu semur vel við bróðir hennar sem er 9 ára. Þau leika sér saman og babla bara eitthvað. Mesta furða hvað þau skilja hvort annað. Við fórum í sveitina á laugardaginn og í gær þurfti auðvitað að baka og taka til en einnig fórum við út að leika við Ölmu. Jæja ætli það sé ekki best að koma sér í föt og koma sér á fætur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.