9.5.2008 | 08:30
Blóm í vinnuna
Í dag er síðasti formlegi kennsludagur hjá 10. bekk í skólanum hjá okkur. Eftir helgi fara þeir í viku til Danmerkur og svo taka við starfskynningar, skyndihjálparnámskeið og ýmislegt þannig. Síðasta kennsludag er hefð fyrir því að taka á móti starfsmönnum með söng og blómum og er það ákaflega notalegt að mæta fullt af brosandi andlitum á þennan hátt. Það er heldur ekki verra að þegar inn er komið býður manns morgunverðarhlaðborð sem nemendur hafa útbúið og svo fara þeir í 2-3 manna hópum og kenna hinum nemendum skólans í fyrstu 2 kennslustundirnar. Alveg brilliant!!!! Best að fara aðra umferð og gúffa í sig gúmolaðinu!!!

Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.