Afmælisveisla Ölmu Karenar

Prinessan varð 6 ára í gær og það var haldið upp á það með pompi og prakt. Þegar mest var voru 13 krakkar og eitthvað af foreldrum svo það var eins gott að við mæðgur vorum  búnar að baka helling af góðgæti. Alma var komin í senjorítukjólinn sem afi keypti á Tenerífe snemma um morguninn og setti svo bara upp svuntu þegar hún var að hjálpa mömmu í eldhúsinu. Krakkarnir skemmtu sér hið besta og það kom sér vel að  hafa stórt hús í gær. Ekki verra að Alma á eiginlega tvö herbergi því leikloftið er eins og sér herbergi. Þar er allt dúkkudótið, barbídúkkurnar og hægt að elda og leggja á borð og svoleiðis. Þar voru stelpurnar því mikið í mömmó. Svo er nú ekki verra að hafa rennibraut inni og margir notuðu hana. Við höfðum einnig kveikt á dvd í okkar herbergi og þar var vinsælt að setjast smá stund og horfa. Um kvöldið fékk Alma svo að vaka lengi og sofa alla nóttina í mömmu og pabba rúmi enda var þetta nú afmælisdagurinn hennar og allt gert til að dekra hana sem mest. Hún fékk fullt af gjöfum og var mjög ánægð með þær. Við ákváðum að gefa henni pening sem hún ætlar að fara með í Toy´s r us þegar við komum suður til að fara í 25 ára fermingarafmælið í Keflavík. Þá verður farið í stóru dótabúðina (eins og hún kallar hana) og þá á að versla. Hún fékk í aukabónusgjöf að Guðrún stóra systir kom heim um helgina og það er búið að vera mikið knús hjá þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Innilega til hamingju með litlu strýtluna :)

Mínir gaurar tala um "Gíraffa-búðina" þegar það á að fara í Toys´R´Us vegna þess að skiltið á henni skartar þessum líka sæta gíraffa :)

Bið að heilsa í kotið

Bói

Jac Norðquist, 27.4.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband