Forsetinn í heimsókn og Alma lærir að hjóla

Í gær voru forsetahjónin í heimsókn í skólanum okkar. Það var mikill spenningur hjá krökkunum fyrir heimsókninni og þau stóðu sig frábærlega í söng og dansi sem allir tóku þátt í. Sumir komu einnig með fyrirspurnir til Ólafs Ragnars en ég hafði ekki minna gaman að því þegar Guðrún Ásta, dóttir vinkonu minnar, sem er í 10. bekk spurði Dorrit að því hvar hún keypti fötin sín. Dorrit svaraði þessu mjög skemmtilega og þegar þau fóru varð hálfgert spennufall í skólanum. Talandi um annað. Alma lærði að hjóla í gær Grin . Við fórum út á gangstétt í næstu götu sem er sléttari en okkar gata. Þar gólaði og vældi Alma í svona sirka 10 mínútur og sagðist ekki geta þetta, hún væri hrædd og svo framvegis en svo benti ég henni á að sitja bara á hjólinu og renna sér. Þegar hún hafði gert það nokkrum sinnum benti ég henni á að setja fæturnar upp á pedalana og prufa að hjóla. Viti menn.... auðvitað hjólaði hún bara af stað en varð svo hissa að hún nauðhemlaði og leit svo ægilega stolt til baka á mig. Eftir það hjólaði hún nokkrar ferðir og ætlar út að hjóla þegar hún kemur heima af leikskólanum í dag. Frábært hjá henni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Maggý

Hæ hæ dúlla !! Til hamingju með að Alma er búin að læra að hjóla og hún er ekkert smá flott brunandi á hjólinu og brosandi út að eyrum hehehe....   gerist ekki skemmtilegra,en þú átt svo afmæli föstudaginn 18 Apríl  og þú verður ekki heima hjá þér og engar kökur handa mér,eða hvað ???  enívei.. skemmtu þér vel með ífunum og njóttu helgarinn.. öfunda þig ekkert smá !!!!   kv. Dóran

Dóra Maggý, 17.4.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband