5.4.2008 | 17:50
Fermingarafmæli
Já vitiði bara hvað..... það er 25 ár síðan ég fermdist!!!!!!!!!! Shit... það er næstum eins og það hafi verið í gær. Ég var að kenna 8. bekk í vikunni og spurði þau um ferminguna þeirra. Flestir héldu fjölmennari fermingarveislur heldur en brúðkaupið mitt!!!! og allir fengu þvílíka formúgu fjár og gjafa að það var með ólíkindum. Ég er að spá í að fermast aftur, ja eða giftast aftur... hmmmm Siggi væri líklega ekki mjög ánægður með það... hehe he eða bara halda upp á fertugsafmælið á næsta ári !! he he
Mér finnst mjög gott framtak hjá nokkrum bekkjarfélögum að setja upp síðu þar sem hægt er að spjalla og skiptast á skoðunum. Nokkrir eru þegar farnir að tjá sig og aðrir eru líklega ekki ennþá búnir að frétta af síðunni og eru að komast í gang. Það er allavegana eitt sem víst er og það er að ég ætla að mæta þó ég þurfi að standa með tinkönnu í Kaupfélaginu og betla í mánuð til að eiga fyrir því. Ekki að ég búist við að þurfa þess en þið "get the point"!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það verður ekkert nema gleði hjá okkur þann 17 maí. Kvitt fyrir innliti. kv Sigurbjörg
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:56
Hæ gella !! jæja þá er ég búin að skoða fermingarafmælissíðuna ykkar og hún er bara flott,og flottar myndir.. sérstaklega af þér hehehehe...... ég held að enginn eigi myndir af mér frá þessum tíma þannig að ég held a ðþú hafir vinninginn gott.... en takk fyrir innlitið í gær og í dag,kv. Dóran.
Dóra Maggý, 7.4.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.