Bílstjórar að pirra vegfarendur

Mér finnst alveg frábært að loksins skuli finnast hópur fólks á Íslandi sem nennir að rísa upp af rassgatinu, hætta að röfla yfir eldhúsborðið og virkilega krefjast athygli yfirvalda á vanda sínum. Ég styð baráttu þeirra heilshugar því nái þeir árangri mun það ef til vill einnig gagnast okkur hinum. Ég skil ekki þegar fólk kvartar yfir því að aðgerðir þeirra bitni á öðrum. Skilur fólk ekki að mótmælaaðgerðir skila ansi litlum árangri ef þær bitna ekki á einhverjum? Mér finnst einmitt að bílstjórarnir hafi verið eins tillitssamir og hægt er miðað við aðstæður með því að tefja umferðina ekki of lengi á sama stað. Well það var svo sem ekki eins og ég lenti í því að sitja föst í umferð en það er kominn tími til að láta í sér heyra og ekki láta alltaf valta yfir sig án þess að mótmæla. Áfram bílstjórar!!!! LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Kvitt fyrir lesturinn, kveðja

Bói

Jac Norðquist, 4.4.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband