500 millur fyrir lóð

Já það væri ekki amalegt að eiga svona eins og 500 milljónir sem ég væri ekki að gera neitt annað við. Þá gæti ég keypt mér lóðina á Arnarnesinu og byggð eins og eina höll.. já eða tvær. Ekki verra að geta haft margra metra heimkeyrslu. Datt einhverjum í hug Dallas eða er það bara ég???? Mér finnst svo sem ágætt að einhver skuli vera svo efnaður að hann hafi efni á þessu en á sama tíma er það sorglegt að bilið á milli fátækra og ríkra á Íslandi hafi aukist svona mikið. Á kennaralaununum mínum væri ég meira en 100 ár að vinna mér inn fyrir lóðinni og það væri með því að borga ekkert annað. Það er komin skýr stéttaskipting á Íslandi í dag. Það eru öryrkjar, atvinnuleysingjar og aðrir slíkir hópar. Svo höfum við almenna launþega hjá ríki og sveitarfélögum. Næst koma þeir sem eru svo heppnir að vinna hjá einkareknum fyrirtækjum og fá yfirborganir og ýmsar sporslur ofan á taxtana. Ekki má gleyma banka og fjárfestingarfólkinu og á toppnum eru síðan fremur fáir en vellauðugir einstaklingar sem af ýmsum ástæðum hafa efnast á uppsveiflunni í íslensku atvinnulífi síðustu ár. Æi hvað maður var nú vitlaus að fara ekki í viðskiptafræði hérna um árið. Þá hefði maður haft möguleika á að vera í efstu tveimur hópunum. En svona er þetta bara. Við sem vinnum með fólk en ekki peninga erum minna virði í augum þeirra sem ráða launum okkar. Ég lifi í útópíu hugsun og vonast til að lifa þann dag þegar þetta breytist en verð að viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega bjartsýn á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband