Pælingar um höfuðborgarsvæðið

Ég ætti eiginlega að segja Keflavíkurferð því ég var nú meirihluta tímans í Kefló en ekki Reykjavík. Mikið er ég alltaf fegin þegar ég kemst þaðan í burtu. Það er algerlega ofvaxin mínum skilningi hvernig ég gat búið í Reykjavík í mörg ár án þess að bilast á geðsmunum, deyja í umferðarslysi eða lenda á sjúkrahúsi vegna mengunar!!! Crying Það er svo miklu betra að búa úti á landi enda er það svo að flestir þeir sem gera það skilja ekki hvernig fólk getur búið á höfuðborgarsvæðinu. Nú er það svo að ég er fædd og uppalin á Stór-Reykjavíkursvæðinu en þegar ég átti Ölmu og var í fæðingarorlofi úti að ganga með hana alla daga þá fór ég í svona Útópíu fílíng og ákvað að ég vildi ekki ala upp barn í Reykjavík. Ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun að flytja út á land og þó ég myndi einhverntímann taka ákvörðun um að flytja úr Skagafirði myndi ég ekki fara aftur á  höfuðborgarsvæðið. Það er ómetanlegt að vera nálægt náttúrunni, geta skroppið á milli staða á nokkrum mínútum en eyða ekki hálfum deginum í mengandi og stressandi umferð, þekkja vini barnanna og foreldra þeirra, losna við pressuna um að komast á þessa eða hina útsöluna í von um bestu kaup ársins og hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldunni í manneskjulegra og rólegra umhverfi.

 Annars skemmti ég mér ágætlega um helgina. Ég heimsótti m.a. fullt af fólki, fór í fermingu og skrapp í Vatnaveröld Reykjanesbæjar. Sá staður er snilld. Leiksvæði fyrir krakkana innandyra svo maður getur farið á veturnar án þess að allir komi veikir heim. Ég væri reyndar alveg til í að hafa hana í Skagafirði en maður getur víst ekki fengið allt Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband