Klikkað lið

Hvað er að sumu fólki????? Ég sá í DV í dag að pólsk stelpa lenti í því að einhverjar fullar smástelpur réðust á hana og bitu í andlitið af því að hún var pólsk!!! Er ekki í lagi með þetta lið? Ætli þær vilji fá svona móttökur þegar þær skreppa í sumarfrí til Spánar eða í verslunarferð til London? Þær myndu örugglega kvarta hástöfum og selja fréttina í Séð og heyrt Wink . Ég hef virkilegar áhyggjur af því hvað umræðan um fordóma er að verða meiri. Ég er ekki endilega viss um að fordómarnir séu meiri, en þeir sem eru á móti innflytjendum virðast fá meiri athygli fjölmiðla en áður var. Það er líka möguleiki að lítill hópur fólks sé að fá aðra með sér í krafti neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um innflytjendur. Ég hef alltaf litið svo á að það sé ekkert fólk æðra eða betra en annað. Við erum öll ólík hvort öðru á mismunandi hátt, höfum mismunandi hæfileika og fáum mismikil tækifæri í lífinu til að rækta þá. Ég meina..... hvað ef Mosart hefði t.d. fæðst inn í fjölskyldu sem hefði ekki veitt honum aðgang að hljóðfæri og eflt hann í tónlistariðkun!!!!! Ég er kannski snillingur í vísindum en hef bara aldrei látið reyna á það Tounge .  .........jæja ég er farin að æfa fyrir næsta maraþon því ég er viss um að þar liggur næsta sóknarfæri. Verst að foreldrar mínir voru hálfgerð sófadýr svo ég fékk ekki mikla hvatningu til íþróttaiðkunar í æsku. Annars væri ég örugglega margfaldur Ólympíuverðlaunahafi... he he he

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband