4.3.2008 | 20:39
Bráðum suður í fjörið
Það er alltaf að styttast í þessa helgi!!! Ég hlakka svo til að koma suður um helgina því ég hef ekki eytt helgi í Keflavík síðan í lok ágúst!!! Það er of langt fyrir mig. Þess utan kom ég yfir nótt í október en hafði lítinn tíma til að hitta vini og ættingja því þetta var vinnutengt. Við Siggi komum einnig suður í byrjun nóvember því þá var árshátíð í vinnunni hjá honum og gist á hóteli í bænum. Ég er virkilega komin með þörf fyrir rauðvín og spjall við vinkonurnar. Tilefni fararinnar er að Friðrik "litli" bróðir er að ferma miðsoninn, Jón Stefán á sunnudeginum og við látum okkur auðvitað ekki vanta í veisluna. Ferðin verður auðvitað notuð einnig til að kíkja í búðir og gera eitthvað skemmtilegt. Alma er búin að panta að fara í sundlaugina í Keflavík. Hún er að hluta til innilaug með rennibrautum og fleiru skemmtilegu fyrir krakka svo það er tilvalið að fara þangað á veturnar því þá er svo gaman að geta farið í sund þó það sé kalt úti. Þegar maður er með svona veikindapésa eins og hana þýðir ekkert að fara í sund á veturnar nema í innilaug. Það er einnig plönuð ferð á skauta í skautahöllina því við fórum á skauta á Akureyri fyrir jól og Alma fékk bakteríuna. Svo að sjálfsögðu ætlum við að reyna að heimsækja sem flesta vini og ættingja.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Noh ! Minn verður í Kópavogi frá 13-19 Mars.... kannski við gætum hittst finnst þú verður á suðvesturhorninu? Eða er ég ekki einn af "stelpunum" lengur ?
Bói
Jac Norðquist, 5.3.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.