Slátur, gestir, afmæli og fleira

Þá er farið að síga á seinnihluta helgarinnar og maður byrjaður að slaka á. Þórdís og Bjarni komu á föstudaginn þegar við Elina og Alma vorum ennþá að klára sláturgerð. Ég tók tvöfalda uppskrift af blóðmör og einnig af lifrarpylsu og er þegar búin að smakka blóðmörina. Hún bragðaðist dásamlega eins og von var á. Það var mjög fyndið að fylgjast með Elinu hjálpa til því henni fannst þetta frekar ógeðslegt en herti sig upp og hjálpaði helling til.

Á laugardeginum fórum við í fjöruferð með krakkana og leyfðum þeim að sulla í sjónum. Þau léku sér annars saman eins og englar alla helgina. Maður þurfti rétt að gefa  þeim að borða öðru hverju og svo ekki meir. Í dag fórum við svo í veislu til ömmu á Mallandi og fengum þar kökur og fleira. Amma fékk voðalega fallega teikningu frá Ölmu og var ánægð með hana. LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Ég fæ bara magaónot af þessum dásemdarmat.... stelst samt auðvitað til að fá mér smá bita annaðslagið ef þetta rekur á land hér í DK.... og Stína.... ekki í bókstaflegri merkingu að "reka" á land.... hahahahahhaha

Annars fer ég alltaf nett að brosa þegar ég sé orðið "Mallandi" Ég les þetta alltaf vitlaust og ber þetta fram sem MaLL-Andi eða eins og eitthvað sem er mallandi í potti..... Hahahahaha er þetta ekki annars MaL-Landi ?

Bestu kveðjur kæra vina

Jac "The Bó" Norðquist

Jac Norðquist, 13.10.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband