Alma veik í dag og ég eiginlega hálf slöpp líka

Þegar Alma vaknaði í dag var henni illt í maganum og lá og kúrði. Hún treysti sér ekki í skólann svo við mæðgur vorum heima. Það kom svo í ljós þegar ég var búin að borða morgunverð að ég var sjálf eitthvað slöpp í maganum. Dagurinn leið því þannig að við reyndum að svelta okkur og áttum þá nokkuð góða tíma. Svo fyrir rest náði hungrið tökum á okkur og við ákváðum að fá okkur að borða... viti menn... örskömmu síðar náði magakvölin tökum á okkur. Ég var nú reyndar ekki svo slæm að ég hefði þurft að vera heima frá vinnu en Alma greyið lagðist fyrir nokkrum sinnum í dag, kúrði, saug puttann og sagðist vera slöpp. Svo á milli vildi hún bara fara út að leika :) he he he

Eins og sönnum kvenmanni sæmir notaði ég tækifærið þar sem ég var heima til að ganga frá þvotti, setja í vél, taka til og þrífa. Auk þess bakaði ég og sinnti stelpuskottinu. Ef karlmaður hefði verið heima með veiku barni er það mín reynsla að í svona 90 % tilvika sitja þeir í sófanum og barnið búið að dreifa dóti út um allt hús, eldhúsið í rúst og ekkert verið þrifið eða tekið til!!!!! Ókey.... ég er að ýkja aðeins en SAMT......!

Það verður gaman um helgina því amma í sveitinni verður 75 ára svo við förum í kaffi á sunnudaginn. Auk þess koma Þórdís (elsta dóttir Sigga), Bjarni og krakkarnir í heimsókn og gista hjá okkur um helgina. Gísli (bróðir Sigga), Gerður og stelpurnar verða svo í íbúð tengdó hérna rétt hjá svo það verður nóg af gestum og boðum um helgina. Alma hlakkar mikið til að fá Sölva (elsta afabarnið) í heimsókn enda eru þau góðir vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband