Jibbí.... komin helgi aftur :)

Í gær var ég á þvælingi um bæinn allan daginn með Lúsíukrakkana og það var bara gaman. Ég var samt ansi þreytt þegar ég kom heim svo það er fínt að nú er komin enn ein helgin. Verst að það er enginn tími fyrir afslöppun. Það þarf að þrífa því enginn var heima síðustu helgi og það er orðið frekar skítugt. Það á líka að baka eitthvað og svo þarf að skrifa jólakort og pakka inn þeim gjöfum sem þarf að senda suður. Ég er þegar búin að koma í póst því sem fer til útlanda og það var nokkur léttir. Ef það gengur upp ætla ég að fá Þorgerði til að nudda mig og væri það bara snilld í jólaösinni  að fá smá dekur. Hlakka líka til að dorma uppi í rúmi á morgnanna og þurfa ekki að drífa mig út og í vinnuna. Það er alveg hægt að dekra þó nóg sé að gera. Svo setur maður á góða jólatónlist og kveikir á kertum, kyssir bóndann og knúsar krakkann og allir eru glaðir.

Jólaknús á ykkur fyrir helgina og megið þið njóta jólaundirbúningsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband