Massív helgi

Við fórum suður á föstudagsmorgni og ég hitti ritstjórann að bókinni og var hann bara nokkuð ánægður. Það var fargi af mér létt því maður vill auðvitað alltaf standa sig. Við fórum svo í búðir og kláruðum jólagjafirnar. Um kvöldið kíkti Harpa á mig upp á hótel og við fórum fyrir rest á Kringlukránna með liðinu!!! Ég verð að viðurkenna að mig langaði nú ekki mikið þangað en það slapp nú alveg til þegar maður var í hóp af fólki. Upplyfting var að spila og þeir voru líka bara ágætir. Fínt fyrir egóið að djamma þarna.... maður er a.m.k. 20 árum yngri en næsta kona og pottþétt að lenda á sjens.... he he he he Á laugardeginum fór ég svo í Bláa lónið með saumaklúbbnum mínum í bænum og það var dásamlegt. Við fórum svo á jólahlaðborð og Madonnashowið um kvöldið og skemmtum okkur konunglega. Á sunnudeginum var farið í skírn hjá Brynju og John, dóttur hans Sigga. Strákurinn þeirra var skírður Mikkel  Jónsson Sillness. Hann er hálf norskur og er nafnið hans norskt. Á leiðinni heim lentum við í leiðindaveðri og ég sat grá, föl og stíf hálfa leiðina. Það var skafrenningur, snjór á stikunum svo maður sá lítið, vindur og svo fór að snjóa til að toppa það nú alveg....... Heim komumst við þó í gærkvöldi og vorum öll ansi þreytt í morgun. Alma var hjá systrum sínum um helgina. Fyrst hjá Þórdísi stærstu systur sem á krakka sem eru 4 og 8 ára. Þau buðu henni svo í bíó á laugardeginum og eftir það fóru þau með hana til Guðrúnar. Þær dúlluðu sér svo systurnar, kíktu í búðir, horfðu á myndir og átu nammi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl skvís, Gaman hvað helgin var góð hjá þér :) Fallegt nafn á guttanum litla ......Til lukku með það.      Já þetta var nú meira veðrið á sunnud :(  sem betur fer var ég nú ekki á ferðinni , er svo bílhrædd :(  

En frændi minn varð stopp á heiðinni með 3 ára  son sinn og bilaðan bíl og dreginn heim . En allir komust heim að lokum heilir sem betur fer.       Ég ætla helst ekki að hreyfa mig í bæinn í des nema í neyð :)  Kv til þín

Erna Friðriksdóttir, 9.12.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband