Nóg að gera

Alma er með eyrnabólgu og fór á mánudaginn í sveitina til afa og ömmu. Hún lætur þau dekra við sig og montar sig svo með því að lesa fyrir þau. Ömmu finnst hún voðalega dugleg að lesa og vinna í vinnubók svo þetta virkar greinilega hjá henni.... he he he

Í vinnunni er brjálað að gera. Ég er umsjónarkennari með 7. bekk og þau voru á mánudaginn að lesa fyrir krakkana í leikskólunum. Með þessu er haldið upp á Dag íslenskrar tungu og byrjað á undirbúningi fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Við erum einnig að láta krakkana æfa sig heima að lesa ljóð og lesa þau svo í tímum. Í næstu viku eru svo þemadagar og er áhersla á líkamlegt og andlegt heilbrigði. Ég var sett í hóp sem sér um jóga, skák og spil. Við ætlum að skipta hópnum í tvennt þannig að helmingurinn sé í jóga og hinn að spila skák eða á spil. Sú sem kann jóga er hinsvegar að fara til útlanda og verður ekki með okkur!!!!! Í gær fengum við því jógatíma hjá henni til að læra hvernig við ættum að gera þetta. Það er skemmst frá því að segja að það fór þannig að af fjórum dásamlegum konum mun ég taka að mér að stýra þessu ásamt annarri. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég er og hef alltaf verið stirð og stíf eins og spýta og hin er gigtarsjúklingur!!!!!! Við vorum samt skárstar!!! he he he við erum líka búnar að hlæja mikið að því en við þurfum svo sem ekki að vera fullkomnar til að kenna krökkunum grunnstöðurnar. Þetta verður sett upp sem dýrasaga og stöðurnar kynntar þannig og svo læra þau slökun. Við verðum auðvitað lang flottastar!!! he he he

Fyrir utan þetta allt eru krakkarnir að æfa fyrir Lúsíuhátíðina sem er haldin hátíðleg á Sauðárkróki. Þau þurfa að læra 8 ljóð sem eru á íslensku, sænsku, dönsku og ensku. Þeir sem þekkja mig vita að sönghæfileikar mínir eru ákaflega takmarkaðir eða eins og Bói sagði einu sinni þegar ég var eitthvað að spá í að læra söng til að geta sungið á almannafæri nokkurnveginn skammlaus... heyrðu Stína... ertu ekki til í að bíða með að syngja fyrr en þú ert búin að læra!!!!! Þetta þýðir auðvitað að ég þarf að fá aðstoð inn í bekkinn með sönginn og það vill svo til að samkennari minn hún Inga Lára er mikil söngdíva.... (hjúkkkkk!) og reddar málinu.

Jæja ég þarf að halda áfram að vinna, þetta þýðir ekki lengur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vona að eyrnabólgan gangi fljótt yfiir hjá snúllunni þinni ........ Vá þú hefur nú ansi mikið að gera

ennnn ég segji það á hver að syngja með sínu nefi he he he hehehe he

Ferð þú á Árshátíð  með bóndanum í des ?   Fattaði að okkar menn vinna hjá sama fyrirtæki :)

Erna Friðriksdóttir, 19.11.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband