Ávaxtakarfan og bráðum vetrarfrí

Alma lék í Ávaxtakörfunni í síðustu viku og stóð sig rosalega vel. Hún var svolítið feimin í byrjun en svo fannst henni þetta bara rosalega skemmtilegt. Það er hægt að sjá stutt video af henni syngja á Facebook ef þið viljið kíkja á það. Um helgina bakaði ég auðvitað bollur á laugardaginn og þær kláruðust allar því við fengum gesti. Ég var mjög sátt við það svo ég éti ekki á mig gat af þessu gúmolaði... he he

Á sunnudaginn hélt Dóra upp á afmælið sitt svo þá var aftur veisla og í dag á hún afmæli... Til hamingju með afmælið dúlla :)  Mér fannst ótækt að hún væri að stússtast í eldamennsku í dag svo ég bauð henni og krökkunum í fiskibollur í dag ásamt Þorgerði og hennar krökkum. Það verður því mikið fjör heima hjá mér á eftir :)

Á morgun er íþróttadagur í skólanum og þá mætir hver bekkur með ákveðin sérkenni. Vinsælt er að allir mæti í ákveðnum litum eða með eitthvað þema. Minn bekkur ákvað að vera mótmælendur og við erum búin að útbúa skilti þar sem stendur t.d. Helvítis fokking fokk, Helvítis fokking kreppa og fleira í þeim dúr. Svo ætla nokkrir að mæta með potta og skeiðar til að búa til hávaða þegar við göngum í salinn. Bara kúl.... he he

Á öskudaginn ætla ég að fara í búðir með dóttur minni að syngja og fá nammi og svo er öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í boði foreldrafélags Árskóla. Þá mæta allir í sínum flottustu búningum og slá köttinn úr tunnunni og keppa í söng.

Á fimmtudaginn erum við stelpurnar að fara á Akureyri að leika okkur. Þá förum við í keilu, sund, skauta og jafnvel bíó líka. Við hlökkum auðvitað rosalega mikið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband