Tíðindalítil helgi

Um helgina "naut" ég þess að vera veik án þess að þurfa líka að vera að vinna innan um fullt af fólki. Hékk í rúminu fram að hádegi og las og tók því svo rólega yfir daginn. Það breytti engu... ég er alveg jafn lasin og ég er búin að vera síðustu viku en mætti samt í vinnuna Sick. Þetta er óþolandi, ég er búin að vera hóstandi og með kvef í rúma viku og ekkert gengið að batna.... arg... garg...  óp...´öskur.... vein .. og læti :) he he he

Ég fór á Ífufund í gærkveldi þar sem við ákváðum 6 að fara í vorferðina. 2 eru óákveðnar eða búast ekki við að fara. Þetta eru snilldarferðir þar sem dekri, mat, menningu, víni og óvæntum atburðum er raðað saman í frábæra húsmæðraorlofsferð í 3 nætur...... !!!!! Mæli hiklaust með þessum ferðum þar sem þær hlaða batteríin í marga mánuði á eftir. Þar sem margt er gert eru ferðirnar hins vegar ekki sérlega ódýrar og við erum vanar að safna frá hausti en núna höfum við mun skemmri tíma til að safna en það verður ekki vandamál. Í fyrra fórum við á Akureyri, vorum í bústað, fórum með snjótroðara á Kaldbak og renndum okkur niður á snjóþotum, fórum í leikhús, út að borða, pottinn, föndur og söfn ásamt fleiru. Ég hlakka mikið til að fara næstu ferð sem verður væntanlega 23. - 26. apríl. Afmælið hennar Ölmu er einmitt 26. svo það verður nóg að gera hjá mér þegar ég kem heim aftur að undirbúa afmælið hennar og taka á móti gestum.

Á morgun er svo prjónakaffi og þá er ekki spurning að maður mætir og spjallar við vinnufélagana yfir prjónunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl,

Ég rakst inn á síðuna þína fyrir algjöra tilviljun, hvar get ég nálgast frekari upplýsingar um ferðir á Kaldbak, s.s hvenŕ farið er, verð, osfrv.

kv. kristín 

Kristin Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er menning tarna úti á landi .Prjónakaffi,sólarkaffi,húsmædraorlof.....Sé ég bý í röngu samfélagi.......

Knús til tín og góda skemmtun í öllu tessu.

Gudrún Hauksdótttir, 29.1.2009 kl. 07:51

3 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Til að fá upplýsingar um ferðir á Kaldbak skaltu slá inn www.kaldbaksferdir.com og þar er hægt að fá allar upplýsingar. Ég kíkti þarna áðan og sá að verðið fyrir fullorðna er 4500. Það er algerlega þess virði :) Þetta er einn eftirminnilegasti dagur sem ég hef upplifað og fór ég þó fárveik með flensu og hita en lét það ekki stoppa mig eða spilla gleðinni :)

Kristín Guðbjörg Snæland, 29.1.2009 kl. 13:52

4 Smámynd: Þorgerður Eva Þórhallsdóttir

Kristín mín þú átt alveg heiður skilið hvað þú ert dugleg að skrifa í athugasemdir hjá mér. og hvað kostar 3.mán bikinikort????

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 29.1.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband