Ég skil ekki þetta virðingarleysi

Mér finnst með ólíkindum hvað virðingarleysið gagnvart lögreglunni hefur aukist en kannski tengist það aukinni drykkju og fíkniefnaneyslu. Þegar ég hugsa til baka þegar ég var unglingur þá finnst mér eins og flestir hafi sýnt lögreglunni ákveðna virðingu. Það hafa auðvitað alltaf verið svartir sauðir innan um en nú er eins og þeim fari fjölgandi. Annars held ég að virðingarleysi almennt í þjóðfélaginu sé að aukast. Maður heyrir gamla kennara tala um að þeir sjái mikinn mun og virðing fólks fyrir eigum annarra minnkar. Þetta er samfélagslegt mein sem bitnar á m.a. lögreglunni. Manni finnst skrýtið að fólk skuli leyfa sér að koma fram við annað fólk á þennan hátt. Mér finnst í rauninni ekki eðlismunur á lögreglunni eða fjölskyldunni. Myndi þetta sama fólk hrækja á foreldra sína, börn eða systkini????? Af hverju þá að hrækja á lögregluna? Það er líka fólk sem auk þess er bara að sinna vinnunni sinni. Mér finnst þetta algerlega óskiljanlegt hömluleysi að leyfa sér svona framkomu og maður veltir fyrir sér uppeldinu sem þetta fólk hefur fengið. Ég vona bara að það ali ekki eigin börn upp á sama hátt!!!!!!
mbl.is „Ég skal drepa konuna þína!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef haldið að börn læri það sem fyrir þeim er haft.

Foreldrar segja þeim hversu vont og óhollt er að drekka, hrynja síðan í það sjálf og haga sér eins og svín. Börn sjá hegðunina og túlka þessa hegðun á sinn hátt.

Alveg get ég ímyndað mér að umræðan heima hjá enhverju fólki sé ekki vilholl ríkisstjórninni, fólki sem vinnur hjá hinu opinbera, og þá lögreglunni.

Fyrir börnum sem heyra slíkt, er auðvitað túlkað og tífaldað þegar komið er meðal vina.

eða það held ég...sorrý to say

kv

TG

Þorvarður Goði Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Rebbi

Mikið svakalega er ég sammála þér!! Ég hugsa oft, myndi ég vilja láta koma svona fram við pabba minn, bróður, systur eða móður....? Eins og fólk gleymi því að þetta er fólk sem á fjölskyldu eins og aðrir!!! Ótrúlegt alveg!!!

Rebbi, 14.9.2008 kl. 09:28

3 identicon

Gæti ekki verið meira sammála, hér áður var manni kennt að bera virðingu fyrir Lögreglunni því þeir væru ekki bara að passa að allir færu eftir lögum heldur væru þeir líka til að hjálpa og þetta hef ég reynt að innræta mínum börnum.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Margrét M

því miður er sumt fólk sem hefur enga virðringu fyrir öðru fólki og það elur börn sín upp í sama virðingarleisi   

Margrét M, 16.9.2008 kl. 11:03

5 Smámynd: Þorgerður Eva Þórhallsdóttir

Ég ætla nú bara að kvitta fyrir komu mína, og segja góða skemmtun næstu helgi. Heyrði  að væri búið að plana stórt.

Kveðja Þorgerður

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 16.9.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband